Ætla þeir ekki að hætta? :) Square er nú einnig búið að tilkynna að FF12 komi út..

Smá info: Hann verður ekki með svona online-only dæmi eins og FFXI verður með, heldur verður hann svona single-player týpa (bara það sem við eigum að venjast). Hann er þá í vinnslu núna as we speak en kemur þá væntanlega ekki í dagsljósið fyrr en eftir 2-3 ár.

Hvað finnst ykkur annars um svona mass production á leikjum? Ætti Squaresoft að halda áfram með FF dæmið eða kannski bara breyta um nafn og halda áfram í þessu sama systemi? Það er reyndar ótrúlegt að FF serían sé ekki útbrunnin enn, aðallega vegna þess hve margir leikir hafa komið út í henni. Tökum sem dæmi Tomb Raider seríuna: Fyrsti leikurinn var hálfgert myth; fólk dýrkaði hann. Síðan kom bestselling bomban þarna.. leikur nr. 2. Nr 3 var ágætur en fékk gagnrýni fyrir að vera alveg eins og þeir fyrri. Nr. 4 komst ekki einu sinni á Platinum.

Með því að halda uppi a.m.k. 12 leikjum í þessari seríu hefur Squaresoft brotið helvíti gott met, held að enginn eigi eftir að geta haldið seríu “inni” svona lengi, nice work Square!

Btw, FFX á að vera kominn í storez í Europe og US einhverntímann í Nóvember. (Bara fyrir þá sem voru ekki alveg klárir á því.)

Happy hunting,
Flawless