Chrono Trigger kemur aftur! Chrono Trigger, án efa einn af flottari leikjum sem hannaðir voru fyrir Super Nintendo, er loksins að koma aftur á PlayStation samkvæmt frétt frá Final Fantasy Online. (www.ffonline.com) Hér er smá brot:

“Both titles in this new collection will receive the Anthology treatment, including additions such as the single FFIV FMV seen from the Collection, as well as some Anime treats, an OMAKE option, and some additional endings to Chrono Trigger. It's not entirely certain if Square will simply dump the existing easy type translated version of Final Fantasy II to the Playstation or tack on additional material seen from Japan's Hard Type Final Fantasy IV.

The Final Fantasy IV and Chrono Trigger PSX release is expected to hit stores later this fall.”

Ég veit að það er aðallega talað um Final Fantasy VI þarna, en ekki láta það rugla ykkur.

Chrono Trigger var um dreng sem að skaust inn í undarlega atburðarás. Ævafornt skrímsli, Lavos, ógnaði jörðinni og sprengir hana loks í loft upp. Það er þá undir þér komið að ferðast í gegnum tímann og breyta atburðarásinni með hjálp annarra einstaklinga sem þú finnur.

Það sem að var svo sérstakt við Chrono Trigger var, að maður gat ferðast um allan hnöttinn í mörgum mismunandi tímaskeiðum. Og maður gat alltaf farið fram og til baka eins og mann lysti. Bardagakerfið var þannig að hver persóna hafði sitt eigið afl, t.d. eld. Þá sérhæfði maður sig í eldgöldrum og var einungis þannig. Ein persónan var svo í vatnsgöldum, og gat healað aðra. Svo var hægt að samtvinna galdra, gera nokkurs konar “limit-breaks” og margt fleira.

Ef þið sjáið Chrono Trigger í verslunum í haust, þá mæli ég eindregið með því að þið kaupið ykkur hann. Hann er erfiður, flottur (jafnvel nú á dögum) og einstaklega vel gerður. Sannkallað meistaraverk Square.

ATH: ég er ekki að rugla Chrono Trigger saman við Chrono Cross, sem er sjálfstætt framhald. Sá leikur var misheppnuð tilraun Square til að uppfæra leikinn í nýtt form. (að mínu mati)