Avast ye matey, thar be spoilers ahead.




Mér tókst það snilldar verk að vinna þær í dag. ( Merkilegt er að ég er ekki enþá búinn að vinna (DARK) Bahamut, Yojimbo eða Anima)


Þetta er ekki endanlegt Walkthrough, Þetta bara virkaði hjá mér og ég vona að þið nýtið ykkur þetta ef þið getið.


Dark magus sisters eru peace of cake. Það þíðir ekki að mótmæla því!

Það er kannski erfitt að berjast við þær allar saman. Bara að það væri leið til að stýja þeim í sundur.. hmmmm, Ég veit!!

Farðu á Mi´ihen Highroad, komdu þér á staðinn þar sem Seymour talaði í fyrsta skiptið við Yuna-u. ( hata greini ).Save-aðu!Horfðu þar á myndbandið og þar sérðu að það Stelpurnar hafa umkrinkt þig, fyrir utan leiðin til vinstri. Farðu þá leið. Þar er save sphere, Save-aðu(Þarf ég að endurtaka að ég hata greini)!
Farðu upp þessa lyftu (?) og þar sérðu myndband. Nú koma upplísingar á skjáinn sem segja þér að þú ert að flýja undan Magus Sisters. RUN BITCH. RUN!!!

Þegar skjárinn blikkar ekki: Þá ertu ekki í hættu, en það þíðir ekki að slaka á!! Hlauptu og hlauptu!!!

Ef að skjárinn blikkar gult: Þá eru þær að ná þér svo að þú skalt spretta úr sporunum.

Ef skjárinn blikkar rautt: Þá eru þær alveg uppí rassgatinu á þér!!! Run bi´atch. Run!!!

Ef þær ná þér, þá hefðiru alveg eins getað stoppað þegar þær umkringdu þig.

Ef þér hefur tekist að hlaupa hálfa leiðina. Þá sérðu að feita gellan er hætt að elta þig. Haltu áfram að hlaupa þar til að þú ert kominn upp seinni lyftuna (lyfta?). Þar stoppa þær og þú, en þú ert kominn aðeins lengra en þær sem eru eftir. Hlauptu að þeim ( eina leiðin sem þú getur farið) og þá lendiru í bardaga við “Razzia” systurina.

Síðan kemur “Passado” systirin og loks “Camisade” systirin.(Síðasta systirin er þar sem hún stoppaði, dálítið aftanlega.

Ef að þær gera Overdrive-in sín þá er það “Mega-Gravition” sem er í raun “Demi” sem tekur hærri prósentu og veldur “Status Ailments” sem ég veit ekki hvað er. Það er að segja, ég veit ekki hvaða “Status Ailments” það er því ég var með “Ribbon”.


Bottom line. Peace of cake!!!
Creole!