Kuja (spoiler frá upphafi til enda) Halló, halló.

Ég ætla nú að skrifa grein um hinn lítt um talaða Kuja, sem er C.H.A.M.P (stendur fyrir Chief Head Administrating Bad Person) FFIX.

WARNIG WARNING WARNING HÉR VERÐUR NÆR ALLT SEM KEMUR Á EFTIR ÞESSU SPOILER FRÁ UPPHAFI TIL ENDA





































OK, LAST WARNING





















OK, YOU ASKED FOR IT!

Hér kemur nokkurn veginn ævisaga hans. Kuja var búinn til í Terra, sem er tvíburapláneta Gaia, en Gaia er plánetan þar sem allir koma frá. Kuja var búinn til með einræktun, fyrir utan það að ólíkt öðrum Genome-um, sem eru algjörlega mindless servants of Garland, fékk Kuja persónuleika(og en sá persónuleiki). Hlutverk Kuja var að koma óreglu á sálarflæði Gaia (sálarflæði er hringrás sála milli líkama) en það er alveg sérstaklega auðvelt í stríði. Það þurfti að bíða með að búa hann til þangað til að mannsveskjur næðu valdi á Eidolonum, en því miður get ég ekki munað til hvers, þó að mig minni að það hafi haft eitthvað að gera með sálarflæðið. En allaveganna, þegar að þar að kom, var Kuja sentur ásamt Zidane, sem átti að vera varamaður og eftirmaður Kuja í hlutverki sínu, til Gaia að skipan Garlands. Kuja var ekki sáttur við það að hafa Zidane með, svo að hann losaði sig við hann er að Gaia kom, og eyddi minni hans, svo að Zidane vissi ekkert um uppruna sinn eða hlutverk. Kuja huldi algjörlega upprun sínum með því að reyna að leyna skotti sínu og breyta hárinu. Á Gaia hittir hann bandamann sinn, Iifa , og fékk þá snjöllu hugmynd að nota fræðslu sína á sköpunartækninni sem hann var sjálfur búinn til með til að búa til hermenn. Seinna, mun seinna, reyndar á afmælisdegi Garnet, hitti hann Brahne, vingaðist við hana og tók að spilla henni. Dag eftir dag var Kuja að troða allskyns hugmyndum inn í kollinn á Brahne, þangað til að hún var orðin svo gjörspillt að hún varð svo gagntekin af valdagræðgi og bara græðgi yfirleitt, að hún ákvað að fara í stríð til að sanka að sér völdum og gaf Kuja nógu mikinn strykjasjóð til að fara að fjöldaframleiða þessa hermenn, Black Mage-a gædda lífi með Mist. Einhern vegin hefur þessi spilling á Brahne smitast til Kuja, því að allt í einu hafði þessi meðfædda skipun, \“koma óreglu á sálafæði Gaia\” breyst í \“koma óreglu á sálaflæði Gaia, ná þannig eidolonum, sigra með þeim Gaia og Terra og ríkja að eilífu yfir báðum plánetum\”(Genomear deyja ekki úr elli). Svo lét Brahne byggja fullt af verksmiðjum til að framleiða Black mage-a. Fyrst var reynt með prototypur, sem höfðu vilja, persónuleika og bara einfaldlega eigið líf. Ein af þeim protoypum var Vivi. En hvað um það, Kuja kemur ekki við sögu aftur fyrr en í árásinni á Burmecia, þar sem að hann fylgdist með black mage-unum sínum hertaka og eyða Burmecia, þótt að hann yrði vonsvikinn með að kóngurinn og drottningin væru ekki þar. hann óskaði Brahne til hamingju með sigurinn (þótt að hann kynni ekkert sérstaklega vel við hana), og varð þar vitni að bardaga Beatrix við Zidane & co. hann þekkti Zidane vel og skelfdist smá á að sjá að hann lifði enn.
Svo hélt hann burt á silfurdrekanum sínum, til Treno að gera eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er, þar sem Dagger sá hann. Eftir að hafa átt ekki-svo-djúpar samræður við uppboðshaldarann fór hann til Alexandria, þar sem hann beið komu Dagger/Garnet. Þegar að hún kom var hún fönguð af Zorn og Thorn og færð fyrir Brahne. Á fundi hennar með Brahne kom Kuja inn og notaði svefngaldur á Dagger/Garnet. Fyrir löngu hafði hann kennt Zorn og Thorn að nota \“extract Eidolon\” galdurinn, sem þeir og notuðu á Dagger/Garnet. Frá \“einhvers staðar\” lagði hann álög á Cleyra sem létu verndarhörpuna brotna. Svo sendi hann inn Black Mage-a til aða aðstoða lið Beatrixar. Kuja hafði gefið Brahne dark matter, sem hann hafði sennilega fengið frá uppboðshaldaranum í Treno. Brahne beitti svo eidoloninum Odin, sem að hún hafði fengið í gegnum Garnet/Dagger, á Cleyra. eins og má geta, var Cleyra horfin eftir árásina. Ekkert heyrist af Kuja aftur fyrr en í lok Disc 2 á Iifa tree, þar sem hann sýnir það að hann kann að summona, en ekki Eidolona heldur Mist skrímsli. Þegar Brahne kemur og summonar Bahamut, kallar Kuja í The Invinceble, skip sem flytur sálir, þar á meðal Eidolon. Invincible skýtur e-m geisla sem fangar Bahamut sem byrjar að skjóta til baka á lið Brahne, og drepur svo Brahne >:D

Einhvern tíman þarna finnur hann víst Lady Hilda og Hilda Garde, þar sem hann sést ekki á drekanum sínum eftir það.

Síðan , nokkru seinna, birtist Kuja á nýjan leik í Alexandriu, þrem dögum áður en Garnet er krýnd drottning. Hann summonar Bahamut aftur, ásamt fleiri Mistodonum (skrímslunum frá Iifa). Öll byrja þau skrímsli að ráðast á borgina og íbúa hennar. Eftir að dagger og Eiko summon-a Alexander, gerir Kuja misheppnaða tilraun til að fanga Alexander líkt og Bahamut. Það mistekst hrapalega. En Garland, sem hafði nú komið aftur á Invinceble til Gaia, neitaði því, þar sem hann sá að Kuja var alveg hættur að gera það sem honum var ætlað að gera. Garland drap í staðinn Alexander, og sprengdi svo Alexandriu með geisla frá Invincible. Kuja rétt lifði geislann af, og slapp með naumindum aftur til hallar sinnar. þegar Zidane & co. komu svo til hallarinnar neyddi hann Zidane til að fara til Oeilvert og ná í Gulug stone til þess að hann kæmist til Mt. Gulug. Svo nær Kuja steininum og fangar Eiko til að gera \“extract Eidolon\” galdurinn á hana líka. Kuja fer með Black mage-um sínum til Mt. Gulug, en rétt áður en þeir ná að nota galdurinn kemur Zidane og truflar Zorn og Thorn, Kuja þurfti að flýja, en missti í leiðinni Lady Hilda, Hilda Garde og Black mage-ana. Kuja vissi hvernig átti að komast til Terra, svo að hann fór á fund Chaos Guardians og bað þá að vernda Shrine-in sem opna leiðina til Terra. Kuja elti Zidane & co. til Terra. Þegar hann kom til Terra var hans fyrsta verk að stela The Invincible, hann ætlaði sér að nota þessar sálir í skipinu sem orku til þess að sigra heiminn. Hann kom svo að Zidane & co. þegar þau höfðu sigrað Garland og drap Garland svo. Þá þurfti hann sjálfur að berjast við Zidane & co. og í þeim bardaga beið hann lægri hlut, eða hefði það, ef ekki hefði hann farið í trance. Í þessu nýja Trance notaði Kuja Ultima til að sigra Zidane og rústa Terra. einhvern veginn hefur hann þó komist aftur til Gaia. Þar hafði garland búið til memoria, þar sem allar minningar lifa. Þar ákallaði kuja aftur Chaos Guardians tilað hindra Zidane. Sjálfur fór hann innst, ða Crystal, sem er upphaf alls, myndað úr fyrstu minningunum. Hann ætlaði að eyða honum, þegar Zidane & co. komu, sigruðu Deathguise og börðust þá við hann. Þegar hann sá að hann myndi aftur bíða lægri hlut, framdi hann sjálfsmorð með Ultima.

END OF KUJA