Final Fantasy X inniheldur fjölbreytt safn af character-um. Þeir eru allir auðsjáanlega ólíkir á marga vegu, og eru með mjög fjölbreytta og skemmtilega persónuleika, sem haldast skemmtilegir gegnum leikinn. Ég ætla að skrifa örlítið um þá.

Tidus: Þessi gaur er aðal character-inn, bjartsýnn og viltur. Hann segir sinn hug og spyr oftan fjöldan allan af spurningum til að reyna að skilja aðstöðuna sem hann er í. Hann er mjög ólíkur hinum FF aðal character-unum, Dáltið viltur í sér og er víst svona „typical jock” í sér og framkvæmir oft án þess að hugsa. Þegar hann ætlar sér að gera eitthvað þá getur ekkert stövðað hann.

Mér fannst það áhugavert hvernig Sqaresoft bjó til aðal hlutverkið og finnst það passa vel við söguna. Hann er svona ólíklegasta persónan úti á götu sem gæti orðið hetja. Veröldin hans var snögglega snúið í gegn og lifir hann nú í veröld sem er gjör ólík hans eigin veröld. Lífið hans var svipt í burtu svo snögglega, en þú kemst að ástæðunni þegar þú spilar leikinn.

Hann er svona frekar úti á þekju í birjun leikjarins en plís, gefið honum séns. Seinna þegar hann er búinn að átta sig á hlutunum þá skilar hann meira af sér seinna í sögunni og bardögum.

Mitt álit: Af öllu crew-inu er hann líkastur mér ( ekki útlit ), hraði hans sérgrein. 9/10

Yuna: Yuna er metnaðargjörn ung stúlka, kurteis og yndæl. Hennar ákvörðun um að verða Summoner var rituð í steininn fyrir löngu, og enginn getur hindrað pílagrímsferð hennar til að yfirbuga Sin. Þú skilur ákvarðanir hennar síðar og hvað hún fórnar miklu í lífi sínu fyrir fólkið í Spira.

Mitt álit: Flottari föt gætu gert hana flottari, en þetta er ekki svo mikilvægt. 7/10

Auron: Þetta er bara plain badass. Ekki bara það heldur líka afar vitur og segir sjaldan jafnmikið og hann veit. Hlutverk hans í sögunni er afar mikilvægt. Það, ásamt fortíð hans, gerir hann svalasta gaurinn í leiknum.

Hann er maður sem hefur tapað miklu í gegnum æfina, sem hefur verið nokkðu undarleg. Hann ber merki um mistök sín úr fortíðinni, ör frá hægri vanga upp í gegnum augað og aðeins upp á enni.

Mitt álit: Svalur búiningur og svona typical FF character ( held ég ). 8/10

Wakka: Wakka er fyrirliði í Besaid Aurochs, Blitzball-lið frá eyjunni Besaid í Spira.
Hann er með stóran persónuleika og er flottastur að mínu mati. Hann talar aðeins með röksemdir í huga og er óskaplega trúaður. Fór hann í ferð með Yuna og varð Guardian til að hjálpa og þjóna henni á pílagrímsferð sinni. Hann er einn af
„Yuna´s Guardians”

Wakka er minn uppáhalds character og án efa best leikti character-inn í leiknum. Hreimurinn er snilld og persónuleikinn flottur, stórt smábarn sem hlustar bara á það sem Yevon ( trúin ) segir. Maður nýtur þess að hlusta á hann í gegnum allan leikinn.

Mitt álit: Eins og ég hef sagt, uppáhalds characterinn minn. 9/10

Lulu: Mjög svo dimmur persónuleiki. Hún er heiðarleg og reynslurík manneskja. Hún hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru og er sama þótt það skaði hlustandan. Lulu er með áhugaverða fortíð sem maður kynnist í miðri sögunni. Tengsl hennar við Wakka eru sterk. Þó hún rakkar Wakka oft niður þá sér maður að hún er með veikan blett fyrir honum. Hún reynir sitt besta við að sína það ekki. Hún er líka einn af „Yuna´s Guardians”

Mitt álit: RÓLEG Á BELTUNUM!!! Annars er hún flott máluð með cool rauð augu og flotta skoru  8/10

Kimahri: Þögla sterka týpan sem er af hinu stolta og ómyndarlega Ronso kyni. Hann varð einn af „Yuna´s Guardians” á meðan pílagrímsferð föður Yuna stóð yfir. Hann hlustar oftast bara á crew-ið tala saman og talar aðeins þegar hann hefur eitthvað mikilvægt að segja. Að mínu mati er hann tilgangslausasti character-inn í leiknum en það er mín skoðun og mínar skoðanir eru sjaldan endanlegar eða réttar.

Mitt álit: Tilgangslaus og leiðinlegur. 2/10

Rikku: Létt, skemmtileg og heiðarleg ung stúlka, líkt og Yuna. Stundum gerir hún heimskulega hluti sem crew-ið verður oft leitt á en nýtur félagskapsins mjög mikið. Hún virðist vera “barnið” í hópnum en er oftast góð í bardaga eins og hver annar.

Mitt álit: Nokkuð óhrædd og skemmtilegar hreifingar. 7/10

Ég vona að þið hafið notið vel. Ég vil benda á það að aðeins “mitt álit” hlutarnir eru virkilega mínar hugsanir en annað stal ég og þýddi af vefsíðu.
http://www.finalfantasy-10.cjb.net/ þetta er síðan sem hefur hjálpað mér næst mest í FFX ( hin síðan er Hugi.is )
Creole!