Nú eru allir að senda gagnrýni hægri-vinstri, svo að ég ákvað að senda inn smá gagnrýni um FFX, en það var sá leikur sem kom mér inn í þetta. Ég nenni ekki að setja spoilervarnir út um allt, svo ekki lesa þessa grein ef þaið eruð hrædd við spoilera.

Persónur

Tidus er 17 ára Blitzball-spilari frá Zanarkand. Hann er nýja stjarna liðsins Zanarkand Abes.Á aðeins einu ári er hann orðinn fyrirliði liðsins. Tidus notar langt og mjótt sverð til árása. hann notar ýmis skill og magic sem tengjast speed, svo sem Haste og Delay attack. Fínn snemma í leiknum en verður að lúta í lægra haldi fyrir t.d Wakka seinna í leiknum.

Yuna er dóttir Braska Lávarðs (titill þýddur beint úr ensku) sem var Summoner sem sigraði Sin fyrir 10 árum ásamt lífvörðum sínum, Auron og Jecht, pabba Tidusar. Yuna fetar svo í fótspor föður síns og fer í þjálfun Summonera. Yuna er Summoner og White Mage. Aðeins hún getur kallað á Aeona. Yuna getur líka notað white magic.
Að mínu mati mjög góð í bardaga í sínu hlutverki, sem er að Summona og nota White Magic. Alltaf inni hjá mér.

Wakka er fyrirliði og þjálfari Blitzball liðsins Besaid Aurochs, sem er versta liðið í Spiru þangað til Tidus gengur í lið með þeim.
Wakka ætlar að hætta í Blitzball eftir næsta mót svo hann geti einbeitt sér betur að því að vera lífvörður Yunu. Wakka notar bolta til árása, það er öflugara en það hljómar. Wakka notar status effect skill, sem gerir hann góðan PLÚS það að hann er með það hátt accuracy að hann hittir alltaf nema hann sé með darkness á sér. Einnig tek ég fram að attack hjá honum er Long-range, svo hann getur ráðist án kalla á borð við Sin's fin og Evrae.

Lulu er Black mage, sem notar dúkkur sem vopn. Hún hefur verið lífvörður tveggja annara Summonera, einhverrar kellingar sem dó í Cavern of the stolen Fayth, og líka vörður father Zuke ásmamt Wakka. Lulu er ólýsanlega léleg með attack-i, en Black magic hjá henni rokkar feitt! Það er hentugara en hjá Aeonum því aeonar hafa svo lítið MP. Lulu heldur gagni sínu nokkurn veginn allann leikinn.

Auron er fyrrverandi warrior monk sem var lífvörður Braska, föður Yunu sem sigraði Sin. Hann veit allt en segir ekkert. hann veit nákvæmlega hvaða örlög bíða Yunu, en segir ekkert. Auron gerist svo lífvörður Yunu vegna loforðs við Braska. Vopn Aurons eru týpísk
risasverð, sem koma að miklu gagni við armoured gaura, því flestöll vopn Aurons eru með piercing kraft sem lætur vopnið fara í gegnum armour. Skill hans, sem kallast (e-ð)Break ganga út á það að veikja óvinina. Auron er mjög góður allan leikinn.

Kimahri Ronso er Ronso, en Ronso-ar eru ljónsleg fyrirbæri með horn. Hann fór með Yunu frá Bevelle til Besaid.
Hornið hans var brotið af Biran Ronso í slagsmálum, svo Kimahri flúði frá Mt. Gagazet í skömm. Það merkilega við Kimahri er að hann getur lært skill óvinanna og notað þau sem overdrive, nokkurn veginn eins og Blue magic Quinu. Einnig hefur hann mesta frelsið á Sphere grid-inu. Engu að síður er hann lélegur ef maður kann ekki nógu vel á hann. Kimahri er að mínu mati lélegur allt í allt.

Rikku er dóttir Cid (hvað eru margir Cid-ar í FF?) sem er leiðtogi Al Bhed-anna sem eru tækniþjóðin í Spira. rikku var sú sem bjargaði Tidusi þegar hann kom fyrst til Spira. Rikku notar eitthvað handadrasl sem sökkar feitt, en það eru ability-in hennar sem skipta öllu máli. Hún kann ability eins og steal, mug, spare- change og þannig. Hún er áhugaverður character sem gerir mikið gagn
þótt attack og magic sé lélegt. Rikku er þannig þegar allt kemur til alls góður character.

Söguþráður
Áhugaverður og frumlegur söguþráður sem verður því miður heimskulegri og heimskulegri eftir því sem á líður á leikinn.Svo endar allt í steik.

Minigame
Blitzball, sem er nokkurs konar neðansjávarruðningur, er skemmtilegasta minigame sem sést hefur í leik. Það er geðveikt gaman að ráða nýja leikmenn, og svo er líka hægt að ráða leikmenn
frá öðrum liðum ef þeir eru reknir. Mörgum finnst asnalegt að setja þetta í svona strategy-form, en persónulega finnst mér ekkert að því.
Chocobo dæmið er hins vegar náttúrulega bara kjaftæði. Chocobo training er leiðinlegra en það hljómar, því að Chocobo-inn þinn verður ekkert betri þótt þú farir í training. Svo er kistu-racing dæmið í Remiem líka asnalegt, því maður verður svooo fljótt leiður á því.

Sidequest
Aeons sidequestin eru þokkaleg, þótt Aeonarnir sjálfir séu of öflugir. Þá meina ég Anima og Magus sisters.
Remiem temple er alveg þokkalegt, gefur manni item fyrir Aeon ability.
Dark Aeon er leiðinlegt kjaftæði sem þvælist bara fyrir.
Celestial weapons sidequestið er bara fínt, gaman að leita að vopnunum, crests, og sigils.
Monster catching dæmið er að mínu mati hrein snilld, gaurarnir eru öflugari en þeir í Omega ruins eða inni í Sin. Itemin sem maður fær úr því hjálpa geðveikt mikið við að fá ability á vopnin.

Bardagakerfið er CTB, þar sem hvað þú gerir hefur áhrif á hvenær þú og aðrir fá að gera. Bardagar eru skemmtilegir, endakallar þokkalegir í miðjum leiknum en seinni endakallar, svo ég tali nú ekki um síðasta ERU CRAP!

Ég gef þessum leik allt í allt 9 af 10 mögulegum.