Hvað er að gerast? Eru ekki vélar að koma of mikið í FF? Hvað finnst ykkur. Þetta byrjaði svona í FFVI og varð meira með hverjum leiknum. Fór svo aftur í FFIX en kom aftur í FFX. Var svosem allt í lagi í litlum mæli en ef FF verður of mikil vérlar sci-fi dæmi er hann náttúrulega ekki fantasía lengur. Var búinn að skrifa ansi mikið en tókst einhvern veginn að ýta á Tab og fara í Back og eitthvað kjaftæði svo greinin mín stakk upp á því að strokast út.

Dýpst inní hjarta mínu er FFIV ennþá. Frábær söguþráður og character-ar.

Næst kemur FFVII. Aftur skemmtilegir characterar og söguþráðurinn fullkominn. Svona eiga söguþræðir að vera. Eitthvað til að velta fyrir sér daginn út og daginn inn.

Þriðji er líklega FFVI. Fullt af characterum sem eru skemmtilegir og söguþráðurinn er fínn. Hinsvegar er leiðinlegt að þjálfa alla characterana. Tekur allt of langan tíma. Magic og Esper systemið var hinsvegar mjög flott.

FF V og FFIX koma bara næst. Þeir eru svona svipað góðir. Job systemið í FFV var flott. Ability systemið í FFIX var alveg ágætt. Söguþráðurinn að mínu mati var ekkert fullkominn og fór svoldið í rassg** í endann. Söguþráðurinn í FFV var fínn.

FF VIII og FFX. Ég veit ekki. Draw systemið og það var leiðilegt (að mínu mati). Sphere grid-ið var flott. Söguþráðurinn í FFX er dáldið strange og kjánalegur. Lengdin er líka alveg hræðileg. FFVIII hefur frábæran söguþráð og skemmtilegar sorceressess. (Vóóó)

Ef maður vill skoða tunglið í FF á maður ekki að fara í eitthvað Lunar Base heldur nota svona þétt Big Whale.

Hafiði það í huga að þó ég vilji ekki mikið af vélum eru airship-in og skip og svoleiðis alltaf velkominn. En allavega

Kveðja
Veteran