Final Fantasy: Charlie´s Angels Já það er það sem ég ætla hér með að kalla nýjasta sorgarverkefni Squaresoft. Þeir hafa séð að þeir geta mjólkað meiri pening úr fólki með þessum hætti og slegið til. Ég er að sjálfsögðu að tala um Final Fantasy X-2.

Leikurinn gerist 2 árum eftir meistaraverkið Final Fantasy X. Yuna sér mynd af Tidus í “sphere” þar sem hann er á lífi og ákveður að elta hann uppi. Klædd í þröng föt sem minna helst á búninginn sem Britney Spears var í í myndbandinu við Slave 4 U heldur hún af stað, það er reyndar nokkuð við hæfi að hún sé klædd þannig enda hafa þeir í rauninni gert hana af Britney Spears í tölvuleikjaformi til að láta þetta seljast betur, hún er orðin söngkona núna - í alvöru! En hún er ekki ein það eru tvær aðrar gellur klæddar í þröng föt með push-up brjóstarhaldara það eru nýliðin Paine sem er svona Warriorinn í hópnum með stórt sverð og síðan er hin stórskemmtilega Rikku mætt aftur í fötum sem væru of lítil á köttinn minn, er hún ekki undir lögaldri? Þær stöllur berjast í gegnum leikinn og mæta nokkrum illmennum og fleiri karakterum eins og vant er og stökkva fram og til baka eins og þær séu klipptar útúr Charlie´s Angels, á þetta ekki að vera FF leikur?

Það tók um það bil ár að gera FFX-2 miðað við 2-3 sem er svona meðal tíminn sem tekur að gera FF leiki og er hann nú þegar kominn út í Japan. Er hægt að gera FF leik með sömu gæði í söguþráð, andrúmslofti og öllu þessu sem gerir FF leikina svo sérstaka á ári? Ég efa það. Squaresoft hefur tekið eitt skref niður á við með FF leikina. Ég spái honum lélegum viðtökum hér á landi og annars staðar á vesturlöndunum þegar hann kemur nema kannski hjá 13 ára stelpum og sjúkum gaurum sem telja léttklæddar tölvuleikjapersónur gott rúnkefni.

En þar sem ég er að tala um framtíðaráform Squaresoft ætla ég aðeins að minnast á aðra FF leiki sem eru á leiðinni. Í nóvember er Final Fantasy: Crystal Chronicles væntanlegur fyrir Gamecube til BNA og þeir GC eigendur hér á landi sem eiga freeloader geta fengið hann þá líka. Hann mun vera í svolítið gamaldags lúkki, er svona smá barnalegur. En það gerir hann örugglega ekkert verri enda hljómar hann helvíti vel. Hann er ekki algjörlega “turn-based” maður getur hreift karakteranna til í bardaga og hann er einnig meira fjörugur en hinir FF leikirnir skilst mér.

Svo er það Final Fantasy XI sem er Online FF leikur og veit ég ekki mikið um hann en hann mun sennilega ekki koma hingað fyrr en eftir laaaangann tíma, ef einhvern tíman.

En Final Fantasy XII er kannski sá sem hljómar best. Hann verður örugglega meira “venjulegur” FF leikur en þeir fyrrnefndu og eru sömu menn að vinna í honum og gerðu FFIX og FF Tactics. Og gerist hann í ævintýraheimi eins og FFIX.

Þrátt fyrir allt þetta með FFX-2 mun ég örugglega kaupa hann. Enda er ég FF freak og mun ekki getað sleppt því að fá mér hann. Hinir munu líka verða mínir og er óhætt að segja að FF leikjunum fari að rigna yfir okkur.

Nóg komið af blaðri í bili,
Lyrus.