Whoa! Það er HEILLANGT síðan ég stútaði Kingdom Hearts leiknum en ég er ekki búin að komast inn á netið fyrr en nú. Jæja…smá kvörtun frá mér…

Mér finnst þessi leikur mjög góður…þið vitið, góður söguþráður, góð grafík og allt það kjaftæði, en það er bara heimurinn sem ég þoli ekki.
Í þessum leik fær maður bara að heimsækja leiðinlega Disney Worlds, sem eru með helling af Heartless inní(fyrir þá sem ekki vita: þá eru Heartless gaurarnir yfirleitt svona litlir sætir gaurar sem reyna að myrða mann; ég meina það!!) og ekki koma neinir summons úr Final Fantasy, eins og Siiva og Efreeti, neeeei, BAMBI KEMUR.
Endakallarnir eru allir frá Disney, maður getur samt farið í Coliseum og barist við Sephiroth í PLATINUM MATCH!! og barist svo við Ice Giant eða hvað sem hann heitir, í GOLD MATCH. Mér finnst að Sephiroth eigi að vera í Gold Match og Ice Giant getur bara átt sig og farið aftur í Hercules teiknimyndina.
Ég hef aðeins hitt nokkra Final Fantasy charactera í þessum leik og þeir eru algerlega GAGNSLAUSIR!! Gera ekki neitt nema skipa manni fyrir og vera leiðinlegir, SEM Á EKKI AÐ VERA ÞVÍ FINAL FANTASY CARAKTERAR EIGA AÐ VERA SKEMMTILEGIR!
Og, eins og ég sagði áðan þá eru bara Disney heimar sem koma fyrir. Þar eru Disney prinsessurnar sem eru endalaust að koma sér í vandræði og eru fyrir manni. Þessar Disney prinsessur eiga að vera það sem opnar The Final Keyhole, og þannig hleypir myrkri að The Heart Of All Worlds, eða Kingdom Hearts.

Svo þegar maður er búinn að sigra Riku/Ansem í stóru höllinni(man ekki hvað staðurinn heitir) þá koma Squall og hinir og segja að þetta hafi verið THEIR CHILDHOOD HOME!! og þau beinlínis láta í skyn að þau séu öll skyld, og þá meina ég blóðböndum. Ég get samt ekki kvartað yfir seinasta endakallinum því Ansem er kúl og ekkert getur eyðilagt það. punktur.

Mér fannst þetta lélegur, en góður leikur. Mér finnst nokkuð ömurlegt að Andrés og Guffi séu tveir af aðalkarakterunum því þeir eru Disneypersónur, og af einhverjum ástæðum er ég farin að hata Disney(getiði af hverju). Mér finnst eins og Squaresoft sé að reyna að gera lítið úr sér með þessum leik og mér finnst Disney bara vera að lækka popularity ratingið hjá sér með því að gera lítið úr þeim. Disney fær ekkert hrós frá mér.

Ókei, ég hef verið að pæla, burtséð frá Kingdom Hearts leiknum, um Final Fantasy. Í FF7, í sambandi við Vincent, þá stendur í litlu bókinni að hann sé 27 ára, en ef við miðum bara við að Sephiroth sé svona 25 ára, þá ætti Vincent að vera 2 ára þegar hann fæddist, en það getur ekki verið, er það? Ef þú hugsar aðeins betur út í það, þá held ég að það sé verið að miða við hvernær hann fór ofan í kistuna.

Fleira um FF7, þá eru Rumors um að hann sé ekki fullkláraður, því þeir höfðu þetta Plan um hvernær leikurinn átti að vera gefinn út, en framleiðendurnir voru latir og náðu ekki að klára allt saman. Þannig að ef við hugsum aðeins út í það, þegar við förum þarna í gegnum skóginn í Bone Villige og sjáum þennan helli fyrir ofan okkur, þar sem er svona ýviður til að klifra upp en maður kemst ekki upp, þá fer maður að hugsa; til hvers er hann? Þessi hellir hefur örugglega átt að vera eitthvað sidequest sem ekki hefur verið klárað, og þannig ekki notað. Og vandamálið með Aeris, hún er drepin og allt það, en þegar maður fer aftur í Midgar í kirkjuna þá sér maður drauginn hennar, og ef maður kemst inn nógu fljótt þá getur maður valtsað í kringum hana en ef maður fer út þá hverfur hún. Til hvers er það? Er það til að auka á kvöl okkar um að maður geti aldrei aftur notað Limit Breakin hennar, aldrei fundið handa henni ný vopn og reynt að æfa hana aðeins upp; ég held ekki. Ég held að aftur hafi átt að vera ástæða fyrir veru draugsins hennar þarna en aldrei verið klárað að figura það.
Hvað haldið þið? Er þetta rétt hjá mér?