Limit Breaks Bara rétt áður en þetta áhugamál er alveg dautt ákvað ég að senda eina stutta grein um Limit Breaks.
Limit Breaks eru sérstök skills sem character-arnir þínir hafa. Þetta system kom í FF6, FF7, FF8, FF9 og loks FF10 og á vonandi eftir að halda áfram því Limit Breaks gerðu bardaga mun skemmtilegri.
Þetta var þó ekki alltaf kallað Limit Break. Það hét Determination Attack eða eitthvað svoleiðis í FF6, Limit Break í FF7 og FF8, Trance í FF9 og Overdrive í FF10.

FF6-Determination Attack: Það var bara smá mini dót í FF6. Ef maður var alveg að drepast gat maður gert Fight (Attack) og hafði þá smá sénst á að nota þetta. Maður notar þetta ekki mikið en þetta var engu að síður mjög flott og sterk skills. Gef þessu 6-7.

FF7-Limit Breaks: Hérna fengu character-arnir þínir sérstaka gauge sem sýndi þér allt sem þú þurftir að sjá um LB. Þegar þú varst undir höggi hækkaði þetta gauge smávegis. Þegar það var fullt, gat maður notað Limit Breaks. Það sem toppaði þetta system gjörsamlega var að hver character gat fengið glás af Limit Break-um. Gef 10 fyrir þetta.

FF8-Limit Breaks: Svipað og í FF6. Það er svoldið trikk (í rauninni) að nota LB í FF8 rétt. Þegar þú varst alveg að drepast birtist stundum ör til hægri. Þá gastu notað LB. Ef það kom ekki, gastu ýtt nokkrum sinnum á hringinn til að fá að nota LB. Þú gast endalaust notað LB meðan þú áttir litla orku eftir. Svo var líka til galdur sem hét Aura. Með því að nota Aura á character var auðveldara að nota LB. Ekkert sérlega skemmtilega system. Gef því 5-6.

FF9- Trance: Eitt af því fáu sem ég hata í FF9, það er Trance. Eins og í FF7 varstu með svona Trance gauge. Þegar hún varð full morph-aði character-inn þinn, eða fór í Trance Mode. Þá gastu gert ýmislegt sniðugt. Characterarnir urðu alltaf sterkari og immune gegn flestum status change-um sem var það góða við Trance. Það sem er leiðinlegt við það er að það kemur alltaf þegar maður þarf ekki að fá það. Líka það, að þegar þú gerir í hvert sinn á meðan þú ert í Trance Mode, lækkar gauge-ið smávegis. Þegar það lækkar niður í botn, ferðu aftur í Normal Mode. Zidane var með besta Trance-ið en hann þurfti svo mikið að stela frá köllum að maður notaði alla Trance gauge-ina til að stela og fékk aldrei séns til að nota yndislegu Dyne-in hans (sem voru special skills sem hann gat gert meðan hann var í Trance-i. Gef þessu svona…4

FF10-Overdrive: Elska þetta system. Þetta er alveg eins og í FF7 nema að maður getur sett á mismunandi Overdrive Modes. Dæmi: Ef þú setur á Stoic, hækkar Overdrive gauge-in þegar þú verður fyrir höggi. Ef þú setur á Warrior hækkar hún ef þú gerir skaða. Það eru til bunch af Overdrive Mode-um. Ég veit ekki hvernig hægt er að gera þetta system yfirdrifsmeira. Maður fer líka mjög oft í Overdrive. By the way, ég elska líka þetta nafn…Overdrive…þetta er svona nafn sem svona…allavega gef þessu systemi 10!

Jæja, þetta tók ekki langan tíma. Í guðanna bænum setiði álit á þessa grein. Vinur minn er kominn með meiri stig en ég með því að hanga á jólunum og ég hef alltaf verið með meiri stig en hann. Vilhelm og Godlike…byrjið þið:)

P.S: Þesi mynd er af character úr Chrono Trigger. Hún tengist engan veginn FF.