And….. ég var búinn að skrifa hellings grein um Chrono Trigger en ég náði einhvern veginn að stroka hana alla út. Ég var bara að segja að CT er frábær leikur. Hann toppar jafnvel einhverja FF leiki. Hjá mér fær hann 8-9.
Ég er búinn að spila hann upp á síðkastið og er búinn að því þrisvar. Ég fór á netið á einhverja síðu með einhverju Bound Kingdom dæmi og fann fullt um FF7, FF6, Secret of Mana og CT. Það var hægt að hlusta á lög. Lögin í CT eru mjög góð.

Átæðan fyrir að hann er svona góður eru characterarnir, sagan (hvernig allt passar saman), technique-in, combo-in og margt fleira.

Ég veit ekki hvort nafnið segir það en í CT ferðastu um tímann. Sagan binst saman u allan tímann, past, present og allt það sem er ástæðan fyrir því að sagan er æði.

Combo-in sem ég talaði um…tveir til þrír characterar geta combine-að eitt tech (galdur) hvor til að gera ethhvað massive-t. Þetta var líka í Phantasy Star 4. Það verður einhvern tímann að koma svona system í FF leik.
Til að hitta óvini með tech-i, skiptir líka máli hvar þeir standa og hvar þú stendur. Ég veit ekki af hverju ég sagði frá þessu.

En þeir sem vilja ekki vita alveg um söguþráðinn ættu að sleppa því að lesa næsta part.

Crono aðal hetjan, Lucca vinkona hans og Marle (segi ekki meira) fara ,,óvart” í framtíðina og finna út að Lavos, skrímsli sem ,,fæddist” 65.000.000 BC er ætlað að eyðileggja heiminn, eða setja hann í þannig state og þau sjá framtíðina í.
Það veldur að sjálfsögðu á þeim ásamt fleiri charater-um að bjarga heiminum. En til þess að bjarga heiminum þýðir ekkert að væflast í present-inu. Þau verða að ferðast um tímann.

Ég mæli eindregið með þessum leik. Ég vil líka fá að vita hvort það var einhvern tíma gerð endurbættútgáfa af þessum leik á Playstation eða eitthvað.

Kannski er þessi grein eitthvað í maski, en ef svo er, er það út af því að ég flýtti mér að skrifa.

Kveðja Si…nei ég meina Veteran.