Ókei ég hef áður sent inn grein um mat mitt á leikjunum og aðalkarakterunum en nú ætla ég að rakka alla karakterana niður.
Cloud: Eins og ég skrifaði áður þá er hann cool þangað til hann kemur upp úr Lifestream og Tifa byrjar að grenja. Mér finnst fötin ekki nógu góð og hárgreiðslan…..passar ekki vel við hann….Hann lítur betur út í Kingdom Hearts, það er að segja í sambandi við fötin, hárið fer miklu betur við þau.
Tifa: Að mínu mati er Tifa algjör grenjuskjóða. Ekki fara að rífast við mig útaf þessu því ég nenni ekki að standa í því. Hún er cool að því leiti að hún getur notað Tiger Gloves eða hvað það nú heitir en mér finnst allt í sambandi við hana leiðinlegt(ég óska þess stundum að Squaresoft *****SPOILER***** láti hana deyja í staðinn fyrir Aeris*****END OF SPOILER******).
Cid: Hann er cool á háu stigi! Fyrir utan það að hann reyki(fíla það ekki, er mjög á móti þessum \'ógeðissið\') þá er hann í flottum fötum með flotta hárgreiðslu og með flott vopn. Hann er líka með cool attitude og hann er svona virkileg \'kind hearted\' en sýnir það á mjög….ja….furðulegann hátt(shit!, #$%&*+%!!! :)bara smá dæmi).
Vincent: Hann er cool! Hann er þessi loner týpa sem ég fíla alveg oní rætur! Mér finnst ÖMURLEGT að hann sé ekki í neinum myndböndum, að hann sé bara einhver aukapersóna sem er bara einhver kúkur útí bæ fyrir Squaresoft. Mér finnst að það ætti að endurgera leikinn og koma með eitthvað sidequest og virkilegt hlutverk fyrir Vincent!
Yuffie: Í fyrsta sinn sem ég fór til Wutai….ÉG HATAÐI HANA! Hún er samt virkilega skemmtileg, sjálfselskur klaufi sem veit ekkert í sinn haus nema að koma öðrum í vandræði en samt er hún snillingur því ég drap Sephiroth Saviour í fyrsta sinn með henni þegar hann var búinn að hakka mig niður eins og skordýr.
Barret: Mér finnst hann alltaf eitthvað svo furðulegur. Hann er cool og allt það en hann þykist alltaf vera eitthvað svo OVER cool. Hann er með þetta attitude sem ég er ekki alveg að fíla. Hann er samt cool í sambandi við útlit….það er bara attitude-ið…
Aeris: Ókei, það er fólk sem að segir að hún sé væmin grenjuskjóða og það sé gott að hún ***SPOILER**** deyi ****END OF SPOILER**** en hún kemst ekki í hálfkvisti við Tifu í sambandi við það! Mér finnst ömurlegt að hún skuli deyja því leikurinn snerist að mestu um hana, Cetra og Sephiroth. Hún er svona mysterious persóna sem hefði átt að vera í staðinn fyrir Tifu(ég gæti tekið tvíhleyp og skotið af henni hausinn ef það væri hægt).
Red XIII: Hann er virkilega svalur og hann er með flott limit break. Mér finnst allt í sambandi við hann flott svo að ég get ekki rakkað hann niður eins og hina karakterana.
Cait Sith: á ekki skilið að vera í þessum leik! Hann er þetta ömurlega leikfang sem er með ömurleg limit break, ömurleg vopn og hann er algjör svikari. (Ekki byrja að rífast, ég nenni ekki að standa í því. Mundu bara að þetta er mitt mat, ekki þitt).

FFVIII:
Squall: Hann er þessi cool loner týpa þangað til Rinoa kemur inn í söguna. Mér finnst hann mjög góður karakter en samt dálítið ruglingslegur. Ég held hann ætti aðeins að slappa af í sambandi við þetta þunglyndi sem er að plaga hann:)(I\'m not alone….\' allt þetta kjaftæði).
Rinoa: Hún er allt í lagi. Samt ætti hún að láta Squall í friði í smá stund. Mér finnst flott að hú ****SPOILER****skuli verða sorceress og allt það en mér finnst samt að magic powerið ætti að hækka um helming og hún ætti að fá eitthvað virkilega special ***END OF SPOILER***
Quistis: Hef ekkert um hana að segja. Hún er þessi rólega týpa sem er ekkert að flýta sér og er stundum alveg horfin úr söguþráðnum. (Geðveikt flott þegar hún skaut vélmennið í spað í Dollet).
Irvine: Hann er virkilega furðulegur. Hann ætti aðeins að reyna að slaka á og hætta þessum stælum. Mér finnst hann sukka í attack power - i en það er bara út af því ég nota hann aldrei;)
Zell: Hann er þessi háværa og æsta týpa sem ég fíla ekki. Hann er samt mjög góður karakter….
Selphie: Hún er líka þessi æsta persóna en hún er líka þessi \'Happy-go-lucky\' persóna sem ég fíla. Hún er með frábært limit og skemmtileg.
Seifer: Hann er varla notaður í þessum leik svo ég get ekkert sagt nema að hann er COOL!!
Laguna, Kiros, Ward: Mér finnst þeir mjög skemmtilegir og ættu að vera notaðir meira í leiknum. Mér finnst ömurlegt að ****SPOILER**** að hann skuli ekkert hjálpa í baráttunni við Adel og svo þegar hún er dauð, hverfur hann af sjónarsviðinu.***END OF SPOILER***

FFIX:
Zidane: Hann er skemmtileg persóna, bara ekki alveg eins og mér finnst að aðal karakterarnir ættu að vera. Mér finnst að hann ætti að vera Dark, Black magic gaur sem er alveg sama um allt nema sjálfann sig…þannig fíla ég það. Hann ætti að slaka á hormónunum og reyna að fá ekki taugaáfall.
Vivi: er uppáhalds karakterinn minn í öllum FFIX leiknum. Hann ætti samt að verða dálítið öðruvísi í attitude, ég veit að hann er bara einhver smákrakki sem ekkert veit um umheiminn en hann ætti að hafa breyst eftir að hafa misst svo mikið.
Dagger/Garnet: Hún er leiðinleg. Hún er væmin og eitt það fáránlegasta er að það er alltaf að líða yfir hana! Hún gæti alveg eins verið greind með þetta skyndi-mók rugl! Eidolons eru flottir hjá henni en það vantar bara Alexsander. (***SPOILER**** Ömurlegt að Kuja eyðilagði hann….***END OF SPOILER***)
Eiko: Hún er mjög frek, furðuleg og svona fullkomin eftirlíking af litlu systur minni.(Það er að segja í sambandi við hugarfar…systir mín er ekki alveg svona heimsk en samt er hún pirrandi). Mér finnst frábært að hún noti Eidolon og mér finnst gaman að nota hana í baráttum en samt ætti hún aðeins að endurskoða tilfinningar sínar til Zidane.
Amarant: Hann er svalur, frábær loner týpa en samt svona Cartoon Network útlit á honum eins og hjá öllum karakterunum í þessum leik en samt fer það alveg út í ystu æsar hjá þessum. Hann er uppáhalds karakterinn minn á eftir Vivi. (***SPOILER****þessi leikur var gerður svona því hann átti að fjármagna FFX, bara svo þið vitið það…****END OF SPOILER***)
Steiner: Hann er skemmtilegur hálfviti sem ég get alltaf hlegið af. Hann er geðveikt sterkur og ég ELSKA ability-ið Shock sem hann fær!!
Freya: Hún er mjög svöl, þótt ég noti hana aldrei. Mér finnst hún bara ekki nógu sterk og ability-ið er ekki alveg nógu gott. Hún er mjög svöl í sambandi við hugarfar.

FFX:
Tidus: Hann ætti aðeins að slaka á og fá ekki eitthvað áfall. Hann er virkilega æstur eitthvað í kringum aðra. Hann er samt virkilega svalur og gaman að sjá hvað hann segir…
Yuna: Hún er næstum því eins og Tifa(fyrir utan það að ég vil ekki skjóta hana með tvíhleyp). Hún er virkileg grenjuskjóða en hún tekur öllu rólega, er ekkert að flýta sér en er samt alltaf að komast í vandræði. Mér finnst raddleikurinn hjá henni hræðilegur, það ætti að reka þessa kellingu sem talaði inn fyrir hana(ég gæti skotið HANA með tvíhleyp fyrir að eyðileggja Yunu).
Lulu: Hún er svöl persóna, mysterious, loner og algjört bitch. Hún er svona persóna sem ætti að vera í öllum leikjunum, það myndi toppa tilveruna!!
Wakka: Hann er þessi gaur sem þykist alltaf vera cool. Hann fer samt ekki alveg út í æsar með það, sem er gott. Mér finnst raddleikurinn frábær en mér finnst hann ekki nógu góður í battle, mér finnst ability-in hans ekki alveg nógu fjölbreytt.
Auron: Hann er geðveikt svalur karakter. Ég hef ekkert um hann að segja, nema GEÐVEIKT GÓÐUR, SVALUR, STERKUR OG FRÁBÆR!!
Kimahri: Hann er svoldið þögull. Hann er svalur en mér finnst hann bara ekki nógu sterkur. Hann er loner, frekar mikið ofan í Yunu en er mjög cool….
Ókei ég get ekki skrifað meira því að ég er ekki með ADSL og er farin að eyða dálítið miklum tíma í þetta. Kannski ég skrifa eitthvað annað næst, og ekki dæma þessa grein of harðlega, þetta er bara mat mitt. :)