Þá eru tölur janúar mánuðs loksins komnar en ég get sagt ykkur það að eg er aldeilis ekki ánægð við hreinlega dettum niður á jarðhæð

í desember vorum við í 88 sæti með 10,866 fléttingar.. en í janúar kom heldur betur babb í bátin og við enduðum í 117 sæti með 6.111 flettingar.. sem er auðvitað alveg agalegt :S hvatninga ræðan sem eg kom meðseinast hefur greinilega ekki gert mikið.. því áhugamálið fékk hvað 2 myndir allan seinasta mánuð svo ekki sé minnst á þessa greina keppni! vá.. 3 greinar og 2 þeirra frá sama notendanum.. það mætti halda að það væru bara 2 sem stunduðu þetta áhugamál allavegna eru það bara nokkrir sem eru að gera eitthvað á því.. þýðir ekkert bara að hugsa að einhver annar gerir eitthvað heldur skiptir hver einasti notandi máli.

Eins og ég hef oft sagt þá er þetta áhugamál í reynslu og þetta er ekki góð staða sem það er í ef þið viljið halda því á huga! þíðir ekkert að kvarta og segja að það se dautt.. það eru auðvitað þið sem haldið því gangandi ekki næsti maður. Já ég veit að þetta er voðalega biturt hjá mér en ég varð roslaega svekkt.. ég er bara orðin þurr á hugmyndum núna.. kom með triviu en það tekur engin þátt í henni heldur.

eins og áhugamálið er statt núna eru kannanir í bið sem endast í 20 daga og engar myndir í bið (hefur ekki verið lengi) vil samt hrósa ykkur fyrir að bæta á korkana það var mjög gott að sjá virkni þar (: allavegna ef þið lumið á góðum hugmyndum endilega deilið þeim með mér

LindeLou