Ég ætla biðja ykkur um að spamma ekki myndirnar of. Það er sent soldið mikið inn i einu frá sömu einstaklingunum og það gerir það bara að verkum að aðrir þurfi að bíða lengur. Ég vil helst ekki hafna myndum en ég verð eiginlega að fara gera það. En til að koma í veg fyrir það þá ætla ég að setja upp reglu sem gildir frá og með þessari tilkynningu.

Notendur meiga senda inn tvær myndir á dag ekki meira. Sem sagt ég vil ekki fá fleiri en 2 myndir á dag frá sama notendanum. Ef það gerist þá held ég fyrstu tvem myndunum sem voru sendar inn en hafna hinum. Og það þýðir ekki að nöldra.

Svo hef ég verið að fá nöldur um að notendur þurfi að bíða legi eftir að sína myndir seu samþykktar, þessi regla á að koma í veg fyrir það. Samt vil ég byðja ykkur að vera þolinmóð og bera viðingu fyrir því að ég er ein með þetta áhugamál og get ekki verið á huga allan sólahringinn! og að það eru samþykktar allt að 3 myndir á dag ekki meira. Það er voðalega leiðinlegt að maður reynir sitt besta til að gera þetta að góðu og skemmtilegu áhugamáli en fær svo bara nöldur í skilaboðaskjóðuna sína.

Og eitt að lokum.. kosning á banner byrjar á miðnætti í kvöld, og ég vil þakka öllum fyrir frábæra þáttöku og áhuga ;)
það var mikið sent inn sem er frábært og allir bannerarnir eru æðislegir, við fengum meiri þáttöku en ég átti von á sem er frábært :)

Já og notið korkana meira.. þeir eru þarna af ástæðu, ástandið er nú slæmt ef það koma fleiri greinar en korkar..

Lifið kv: LindeLou