Ókey, eitt rétt svar komið …

Spurt er um fimleikakonu

vísbending 1
Hún byrjaði að æfa 8 ára gömul.
Í grunnskóla var hún minnst í bekknum, leikfimiskennararnir tóku eftir henni útaf því að hún var svakalega liðug. Hún gat hlaupið hraðar en allar stelpurnar í bekknum og hoppað hærra og lengra en þær og flestir strákarnir.

vísbending 2

Hún keppti fyrst 11 ára gömul í yngri flokkakeppni í Hvíta-Rússlandi. Árið eftir keppti hún í keppni á milli skóla í Sovíet-ríkjunum þáverandi, þar keppti hún á móti bestu ungu fimleikakonum Sovíet-ríkjanna, sem voru mjög stór og öflug fimleikaþjóð.

vísbending 3
Hún fæddist í Grodno 16. Maí 1955 í Hvíta-Rússlandi. 14 og hálfs árs keppti hún á landsmóti í Sovíet-ríkjunum og sýndi þar 2 ný móment sem þjálfarinn hennar bjó til. Annað var á slá og hitt var á tvíslá.

vísbending 4

Hún hefur aldrei unnið Ólympíutitilinn í samanlögðu, en hún vann til 3 gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Munchen, fyrir slá og gólf æfingar og fyrir liðakeppnina, og silfur á tvíslá. Þjálfarinn hennar heitir Renald Knysh.
Hún hætti keppni árið 1977 og giftist popp söngvaranum Leonid Bortkevich og eignaðist með honum soninn Richard árið 1979.

vísbending 5
Hún bý núna í Scottsdale Arizona í Bandaríkjunum. Og seinna nafnið hennar byrjar á K og endar á but.

1 stig fyrir að svara núna!