Jahá, enginn búinn að giska hingað til!!

Spurt er um fimleikakonu

vísbending 1

Hún byrjaði að æfa 8 ára gömul.
Í grunnskóla var hún minnst í bekknum, leikfimiskennararnir tóku eftir henni útaf því að hún var svakalega liðug. Hún gat hlaupið hraðar en allar stelpurnar í bekknum og hoppað hærra og lengra en þær og flestir strákarnir.

vísbending 2

Hún keppti fyrst 11 ára gömul í yngri flokkakeppni í Hvíta-Rússlandi. Árið eftir keppti hún í keppni á milli skóla í Sovíet-ríkjunum þáverandi, þar keppti hún á móti bestu ungu fimleikakonum Sovíet-ríkjanna, sem voru mjög stór og öflug fimleikaþjóð.

vísbending 3
Hún fæddist í Grodno 16. Maí 1955 í Hvíta-Rússlandi. 14 og hálfs árs keppti hún á landsmóti í Sovíet-ríkjunum og sýndi þar 2 ný móment sem þjálfarinn hennar bjó til. Annað var á slá og hitt var á tvíslá.

vísbending 4
Hún hefur aldrei unnið Ólympíutitilinn í samanlögðu, en hún vann til 3 gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Munchen, fyrir slá og gólf æfingar og fyrir liðakeppnina, og silfur á tvíslá. Þjálfarinn hennar heitir Renald Knysh.
Hún hætti keppni árið 1977 og giftist popp söngvaranum Leonid Bortkevich og eignaðist með honum soninn Richard árið 1979.

Jæja, núna hljóta einhverjir að fá bara gefins 2 stig … sá sem svarar fyrstur rétt fær 3 stig

Muna að senda mér svarið í pm Koma svo, við verðum að rífa þetta upp saman!