Jahaá, engin viðbrögð við þessari annarri triviu, þá ætla ég að líta svo á að hún hafi verið of erfið fyrir ykkur, núna kemur aðeins auðveldari vísbending, en það eru 2 vísbendingar eftir í viðbót við þessa.

hérna koma fyrri vísbendingar

Spurt er um fimleikakonu

vísbending 1
Hún byrjaði að æfa 8 ára gömul.
Í grunnskóla var hún minnst í bekknum, leikfimiskennararnir tóku eftir henni útaf því að hún var svakalega liðug. Hún gat hlaupið hraðar en allar stelpurnar í bekknum og hoppað hærra og lengra en þær og flestir strákarnir.

vísbending 2
Hún keppti fyrst 11 ára gömul í yngri flokkakeppni í Hvíta-Rússlandi. Árið eftir keppti hún í keppni á milli skóla í Sovíet-ríkjunum þáverandi, þar keppti hún á móti bestu ungu fimleikakonum Sovíet-ríkjanna, sem voru mjög stór og öflug fimleikaþjóð.

vísbending 3
Hún fæddist í Grodno 16. Maí 1955 í Hvíta-Rússlandi. 14 og hálfs árs keppti hún á landsmóti í Sovíet-ríkjunum og sýndi þar 2 ný móment sem þjálfarinn hennar bjó til. Annað var á slá og hitt var á tvíslá.

3 stig fyrir þá sem geta svarið núna.Muna að senda mér svarið í pm Koma svo, við verðum að rífa þetta upp saman!