Sko, ég hef aldrei æft fimleika en ég er samt mjög forvitin um þessa íþróttagrein. Ég öfundaði alltaf þær stelpur sem fengu að æfa fimleika. Þær voru svo liðugar og með fullkominn líkamsvöxt.

Þegar ég var í grunnskóla, þá voru margar bekkjarsystur mínar að æfa fimleika og það stíft. Þær voru alltaf að æfa fimleikadansana sína í frímínútunum, metast um hver kæmist lengra niður í splitt og spíkat, hver stökk flottasta arabastökkið og svo framvegis. Sumar af þessum stelpum eru afburða fimleikakonur í dag. Og margar af þessum stelpum eru fimleikaþjálfarar.

Það sem ég er að pæla er: Eru fimleikar íþróttir eða lífstíll?