Ég efast um að það hafi farið framhjá einhverjum að Ísland vann til 7 Norðurlandameistaratitla um sömu helgina, 14. og 15. apríl.

Þó að það sé liðinn tæplega mánuður síðan, er ekkert að því að skrifa um það hér, það er frekar nauðsynlegt.

Norðurlandamót í áhaldafimleikum fór fram í Stokkhólmi þessa umræddu helgi.
Lið frá Ármanni-Gróttu og Stjörnunni-Björk tóku þátt í blönduðum liðum.

Ármann-Grótta: Andri Vilberg Orrason, Birta Benonísdóttir, Björk Óðinsdóttir,Björn Birgisson, Daði Snær Pálsson, Daníel Ingi Þórisson, Elín Vigdís Andrésdóttir, Gunnar Sigurðsson, Hera Jóhannesdóttir, Hjalti Geir Erlendsson, Hrafnhildur Héðinsdóttir, Jónas Valgeirsson, Sif Pálsdóttir og Tinna Rut Traustadóttir.
Þjálfarar; Christian Vilppola, Sigríður Harðardóttir og Marin Þrastardóttir.

Stjarnan-Björk: Andrea dan Arnadottir, Anna Runa Kristinsdóttir, Ágústa Dan Árnadóttir, Ásgerður Ragnarsdóttir, Birgitta Gunnarsdóttir, Bjarni Gíslason, Brynhildur Hlín Eggertsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Fanney Rós Magnúsdóttir, Fjölnir Þrastarson, Harpa B Óskarsdóttir, Helga Svana Ólafsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Katarina Nordbeck, Kristbjörg T Ásbjörnsdóttir, Nicklas Landqvist, Petrína Ýr Friðbjörnsd, Ragna Björk Bragadóttir, Rúnar Bogi Gíslason, Sigríður Lína Viðarsdóttir, Tanja Björk Jónsdóttir, Þórarinn Reynir Valgeirsson, Tinna Magnúsdóttir, Vala Jónsdóttir og Vilborg Sif Valdimarsdóttir.
Þjálfarar: Hrafnhildur Gunnarsdottir og Jimmy Ekstedt.

Gerpla P1: Auður Ólafsdóttir, Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Guro Hansen Andersson, Hafdís Jónsdóttir, Hrefna Hákonardóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Karen Sif Viktorsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Magdalena Rós Guðnadóttir, Rakel Reynisdóttir, Rut Valgeirsdóttir, Sara Rut Agústsdóttir, Svava Björg Örlygsdóttir og Þórunn Arnardóttir.
Þjálfarar: Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnson og Michel Christensen.

Í keppni í blönduðum liðum var hörð keppni milli Gróttu-Ármanns og Silkeborg P&D. Grótta-Ármann leiddi keppnina eftir tvö fyrstu áhöldin. Silkeborg P&D (24,85 stig) frá Danmörku mátti því þakka fyrir að sigra naumlega fyrir sterku liði Ármanns-Gróttu (24,5 stig). Stjarnan-Björk lenti í 7. sæti (22,9 stig).

Stúlkurnar í P1 úr Gerplu og stúlkurnar í Stjörnunni-Björk hófu keppni þegar Mix-liðin höfðu klárað. Gerplustúlkurnar mættu, með silfurverðlaunin frá Evrópumótinu uppá arminn og sýndu það og sönnuðu að þær áttu þau fyllilega skilið og unnu Norðurlandameistaratitil með 26,35 stigum. Stjarnan-Björk stóð sig með prýði og lenti í 8. sæti með 23,35 stig.


Norðurlandamót í áhaldafimleikum unglinga fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku, sömu helgi.
Þátttakendur drengja megin voru sem hér segir:
Bjarki Ásgeirsson, Brynjar Wilhelm Jochumsson, Ingvar Ágúst Jochumsson, Jón Sigurður Gunnarsson og Ólafur Garðar Gunnarsson

Bjarki Ásgeirsson varð 4. efstur í fjölþraut og komst í úrslit á bogahesti, hringjum og svifrá. Einnig komst Ingvar Jochumsson í úrslit á tvíslá þar sem hann varð efstur inn í úrslitin, og fékk hæstu einkunn á mótinu á tvíslá, en því miður fékk hann hana ekki í úrslitunum.
Í liðakeppni urðu strákarnir í 5. sæti.
Bjarki Ásgeirsson lenti í öðru sæti á bogahesti á mótinu og Ingvar Ágúst Jochumsson lenti í 3. sæti á tvíslá í úrslitum.

þáttakendur stúlkna megin voru: Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir og Þórdís Helga Kjartansdóttir.

Stúlkurnar kepptu á eftir strákunum, og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í liðakeppninni með 148,4 stig á meðan Svíþjóð var í öðru sæti með 147,1 stig. Fríða Rún sigrar svo í samanlagðri fjölþraut með 4 stigum meira en næsti keppandi.
Daginn eftir mæta Fríða Rún, Sigrún Dís, Bjarki og
Ingvar til keppni í úrslitum, en við vitum hvernig strákunum gekk. Fríða keppti á öllum áhöldum í úrslitum og Sigrún á gólfi.
Fríða Rún lendir í 1. sæti á öllum áhöldum og er þar af leiðandi 6-faldur Norðurlandameistari, sem útaf fyrir sig er einstakur árangur og verður seint jafnaður. Sigrún Dís keppti á gólfi og lenti í 3. sæti, sem þýðir að Ísland átti tvö af þremur sætum á gólfi.

Þjálfarar voru Mikola Vovk, Svetlana Makaritseva, Vladimir Antonov og Þorbjörg Gísladóttir.
Dómarar voru Berglind Pétursdóttir, Björn Magnús Tómasson, Guðmundur Þór Brynjólfsson og Sandra Dögg Árnadóttir.

Þessi helgi var hreint út sagt ótrúleg og verður í margra minnum höfð um langan tíma.
Ég get ekki annað gert en að hrósa þessu fólki og óskað þeim til hamingju með árangurinn enn og aftur. Til hamingju!

heimildir:
http://www.fimleikar.is/
og neðst er hægt að sjá að …
Öll almenn notkun á efni sem birtist á www.fimleikar.is
er heimil án sérstaks samþykkis
http://www.dgf.dk/uig/resultat.asp
http://nm2007.se/