Fimleikar Mér bara svona datt í hug að gera eina grein. Ég er mjög mikið fyrir fimleika og mun reyna stunda þetta áhugamál eins lengi og ég get. Og ég vona að þið gerið það líka, en endilega prófiði þetta áhugamál þetta er ekkert svo slæmt áhugamál skal ég segja ykkur.

Ég er í fimleikadeildinni Hetti sem er frá Egilsstöðum, ég byrjaði að æfa þegar ég var 7 ára. Og ég er í tromp fimleikum sem eru mjög skemmtilegir. Aðstaðan hjá okkur er mjög fín, við erum með trampólín, hlussu, loftdýnu og svo sem er kallað svona stökkgólf. Hægt er að æfa 2-3 í viku, í tvo klukkutíma semsagt hver æfing. Fyrirmyndin mín í fimleikum eru margt fimleikafólk. Sif Pálsdóttir er mjög efnileg fimleikakona eins og hún hefur sýnt hér á Íslandi og út í Evrópu. Ég er nýbúinn að skrifa grein um Sif Pálsdóttur hérna á áhugamálinu sem tók þátt í greinakeppnini. Ég get svo sem ekki valið á milli áhalda. En á Trampólíni þá geri ég oft heljarstökk, streight og skrúfu. En ég er ekki góð í skrúfu ég kemst rétt svo ¼ af skrúfunni en á svosem bara eftir að æfa mig meira. Á stökkgólfinu gerir maður margt eins og heljarstökk, handahlaupp, arabastökk, kraftstökk, flikk, splittflikk, afturábak heljar og svo er margt fleira. Á hlussuni er aðallega verið að æfa skrúfuna sem mér finnst vera soldið erfið. Og ekki má gleyma dansinum hann er mjög skemmtilegur.
Ég hef keppt á mörgum mótum eins og Austurlandsmótum, landsbankamótum, íslandsmótum. Og líka allskonar sýningum og þannig. Ég ætla hérna að skrá verðlaunin mín á þessum mótum.

Austurlandsmót árið 2005: 2 silfur og 2 gull.
Íslandsmót árið 2006: 2 brons 1 silfur og 1 gull.
Austurlandsmót árið 2006: 1 brons.
Landsbankamót árið 2006: 1 silfur
Landsbankamót árið 2007: 3 gull og 1 silfur.

Ég er svo að fara um næstu helgi á svona hópfimleikamót.
Hópurinn keppir saman á hópfimleikamóti og gerir svona hópdans og trampólíni og dýnu.