Fyrsta og vonandi ekki síðasta greinakeppnin hér á þessu áhugamáli er hér með byrjuð.

Efnið er fimleika fólk sem sagt þið veljið einhverja fimleika manneskju sem höfðar til ykkar eða sem þið lítið upp til og skrifið um hana. Greinin má ekki vera of stutt.. og passa frágang, sýnið að þið vandið ykkur með góðri stafsettningu og annað.. einnig vil ég minna fólk á að nota enter það er ekkert eins leiðinlegt og að lesa grein sem er öll í einni bunu, gerið greina skil.

Keppnin mun standa yfir í 3 vikur, svo frá og með deginum á morgun er keppnin hafin. Svo á föstudaginn eftir 3 vikur sem sagt 2 febrúar ef mér skjatlast ekki, er síðasti sjens að skila inn grein. Svo mun könnun fara í gang þar sem er kosið bestu greinina ;)

Merkið greinarnar með *greinakeppni* í tittli.

Ég hvet alla til þáttöku stórum sem smáum, konur og karlar.. hífið nú upp þetta blessaða áhugamál og príðið það með fallegum greinum, sem fólk mun skemmta sér yfir að lesa um ókomna tíð.. gefið ykkur tíma til að gefa áhugamálinu og gefa huga hluta af ykkar verki :)

Með von um góða þáttöku og virkni..

- LindeLou - sem grætur á nóttuni því hún hefur ekkert að samþykkja.