1. Nafn á Huga.is:

Grjonagrautur

2. Aldur:

16

3. Kyn:

KK

4. Atvinna / Nám:

Vinnuskólinn, MH í haust.

5. Hvað varstu gamall/gömul þegar þú fórst fyrst til útlanda?

Ég flutti til Þýskalands þegar ég var 9 mánaða gamall og átti heima þar í 3 ár.

6. Til hvaða landa hefurðu farið og hve oft?

2x Þýskalands
2x Frakklands
2x ítalíu
2x Bandaríkjanna
1x Danmörk
1x England
1x Grikkland (Krít)
1x Spánn (Gran Canaria)
1x Sviss

7. Hvert er uppáhaldslandið þitt/borgin þín?

Uppáhaldslandið mitt er Ítalía.

Landslagið er mjög fallegt, Byggingarnar eru glæsilegar, menningin er mjög rík, loftslagið er þægilegt og Fólkið er mjög afslappað og skemmtilegt.

New York er uppáhalds borgin mín.

Það er ótrúlega auðvelt að ferðast um þessa 8 milljón manna borg og það er margt sem hægt er að skoða. Þessi blanda gerir New York að frábærri ferðamannaborg.

8. Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?

Ísafjörður, án efa. Þetta er huggulegasti og fallegasti bærinn á landinu.

9. Ferðastu mikið innanlands?

Já, ég ferðast alveg ágætlega mikið innanlands.

10. Segðu okkur smá frá þínu besta ferðalagi?

Ég eyddi 3 dögum í New york og gat skoðað Empire state bygginguna, Times square, Frelsisstyttuna, Grand Central station, Ground Zero plaza, Central Park og Broadway sýningu.

11. En þitt versta ferðalag?

Þetta var nú ekki beint slæmt ferðalag, En ferðin til Búlgaríu var ekkert sérstök.

Það var gaman í ferðamannaparadísinni, en fyrir utan hana voru gamlar kommúnistablokkir í niðurníðslu, rusl og meira rusl. Búlgararnir sem bjuggu fyrir utan ferðamannaparadísina virtust líka vera pirraðir og dónalegir.

Þetta var eins og atriðið í Eurotrip þegar krakkarnir fóru til Bratislava.

12. Er einhver staður sem þú vilt mæla sérstaklega með?

“New York, New York!”
The Game