Keppni - Sweden Rock Festival Veit svosem ekki hvort að þessi mynd passi inn í þessa keppni en þetta var vissulega partur af ferðalagi.

Ég semsé fór á Sweden Rock Festival í fyrrasumar og skemmti mér drulluvel einsog bara allir sem voru á staðnum býst ég við.

Kanski ekki beint hin týpiska mynd hérna inná /ferdalog en við getum ekki látið Sollu Gulrót vinna keppnina automatiskt.

Tók þessa mynd af ZZ Top fimmtudaginn 4. júní 2009

Var þarna í góðra vina hópi, þennan daginn sáum við Pain, Volbeat, H.E.A.T., Flogging Molly, ZZ Top, Hammerfall og Twisted Sister.

Ákvað eiginlega strax á fyrsta degi af 4 að ég myndi koma aftur á næsta ári (í ár) og ég veit ekki betur en ég sé að fara núna í sumar.