Vaglaskógur er næststærsti skógur landsins, á eftir Hallormstaðaskógi. Þar eru frábær tjaldvæði enda mjög vinsæll staður. Skógurinn er mjög hávaxinn, flest tréin (trén?) ná yfir 12 metra á hæð, þannig að þar er yfirleitt frábært skjól, en maður fær víst ekkert alltof mikið af því hér á landi.

Í gegnum skóginn rennur fnjóská, sem er ágætis laxveiðiá, ég og mínir krakkar höfðu mest gaman af því að fleyta kerlingar á henni. Skógurinn sjálfur virkar óendanlega stór og hafa krakkar afskaplega gaman að því að mynda sér leynistaði í einhverji rjóðrinu inn á milli trjánna, sívinsælt er að klifra í trjánum enda stór og sterk.

Frá Vaglaskógi þekki ég ekki neina skemmtilega staði sem hægt er að taka sér stuttan bíltúr, slíkar ábendingar væru vel þegnar, þó ekki sé víst að menn hafi nokkurn áhuga á að yfirgefa skóginn.