Hafið þið lent í því að vera stoppuð í check-in eða öryggistékki vegna þess að nafnið á farseðlinum er ekki nákvæmlega eins skrifað og í passanum?

Það er t.d. ö í nafninu mínu og ég þarf að skrifa á alla farseðla o í staðin. Ég er að fara að fljúga með Wizzair og þar stendur skýrt að mér verði ekki hleypt í gegn ef það er ekki nákvæmlega eins skrifað. Ég á samt mjög bágt með að trúa því að þeir geri mikið mál úr svona.

Einhver sem hefur lent í veseni?