Drauma tjaldstæðið :D

Hérna eru nokkrir punktar um það hvernig draumatjaldstæðið mitt væri..

1. Það væri nóg pláss og hentaði fyrir alla – engar girðingar fyrir svo maður komist ekki með fellihýsi :(
2. Það væru tré til þess að draga úr vindi :)
3. Það væri hús með almennilegu klósetti en ekki bara einhverjum kamar fullum af kóngulóm..Svo væri sturta, þvottavél, þurrkari og snúra úti og líka svona lítil innisnúra. Svo væri uppvöskunaraðstaða með heitu vatni og uppþvottalög. Svo væru líka tölvur með netsambandi þarna inni svo maður getur farið og kíkt á netið. Þarna inni væri líka upplýsingatafla með t.d. veðurspá, helstu nálægu ferðamannastöðum og mörgu fleiru.
4. Það væri búð og sundlaug nálægt. Og svo í búðinni væru seld póstkort og þar að auki væri hægt að senda póstkortin þar :D
5. Síðan væri rosalega flott ísbúð þarna – ég er sko sjúk í ís – með ís í vél ( súkkulaði, jarðaberja og vanillu ís ), kúluís og svo bara venjulegir íspinnar ( Sérstaklega Magnum white ) og krapvél :D
6. Úti væri leikvöllur með flottum leiktækjum en ekki bara rólu og rennibraut eins og er á sumum leikvöllum – frekar tæki eins og eru t.d. í kjarnaskógi. Á morgnana væri svo krakkastund þar sem börn sem vilja gætu farið á svona „leikjanámskeið“ á tjaldstæðinu.
7. Hluti af tjaldstæðinu væri reiklaus, eða þá bara allt – væri ekki til í að vera með börnin mín í kringum fullt af reykjandi fólki ( á samt ekki börn )
8. Þarna væru stór grill sem maður gæti notað, og líka borð sem hægt væri að færa að tjaldinu sínu :D
9. Að það þyrfti bara að borga fyrir fullorðna – frítt fyrir 16 ára og yngri

Svo man ég eiginlega ekki meira í augnablikinu – en hafið þið einhverjar fleiri hugmyndir ??

Fékk hugmynd af þessari grein þegar ég var á leiðinni hringinn í kringum landið, skrifaði hluta af henni í bílnum á leiðinni milli tjaldstæða :D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D