Ég og 2 félagar mínir +1 ættingi (fullorðni gaurinn í hópnum) ætlum að fara til benedorm í sumar þ.e.a.s. í ágúst helst 8-10 ágúst og vera í 10-14 daga.
Þar sem ég hef aldrei bókað ferðalag áður og veit ekkert um þennan bransa var ég að pæla í hvað væri hagstæðast fyrir mig í þessum málum.
Við þurfum ekkert fjögurra stjörnu hótel en það er algjört möst að það sé innan við 500 metra frá ströndinni og ekki langt í burtu frá bænum. Ekki væri verra ef það væri lyftingaaðstaða á hótelinu.
Er hagstæðara fyrir mig að taka pakka í gegnum ferðaþjónustu eða bóka farmiða og taka hótelið sér?
Ég er að miða við að pakkinn væri helst undir 95þús með flugvallarsköttum fyrir flug+ gistingu á mann en auðvitað má gjaldið vera lægra.

P.S ég veit að þetta er ekkert staður til að fræðast um þjóð né menningu og geri mér fullkomlega grein fyrir því.