Ég er á leiðinni til Los Angeles í janúar og er í miklum vandræðum með að finna út úr því hver ódýrasta leiðin er! Ég er að fara í algjöra budget ferð og þarf að passa upp á hvern eyri. Ég er búinn að reyna að skoða möguleikana á því að fljúga t.d. til New York og þaðan áfram til L.A. eða þá að fljúga til San Francisco og taka lestina til L.A., en þetta rýkur einhvern veginn allt upp úr valdi. Getur einhver hjálpað mér? Þetta er pílagrímsferð sem ég fer líklega aðeins einu sinni á ævinni og ég vil nýta hvern dag til hins ýtrasta… helst ekki eyða öllum tímanum á flugvelli eða í lest! :D