Jæja, þannig eru mál og vextir að ég hef ákveðið að vera skiptinemi eftir eitt ár.
Ég hef fengið í hendur þessa fínu 20 blaðsíðna framhaldsumsókn en stend frammi fyrir stórum vanda. Ég hef ekki hugmynd um hvaða land ég á að velja. Ég var alveg 100% ákveðin að fara til Frakklands en núna er ég komin með nokkra bakþanka. Ég vil í rauninni fara eithvað út fyrir Evrópu og kynnast allt öðruvísi menningu. En vandamálið er hvort ég sé tilbúin til þess aðeins 17 ára?

Svo að ég spyr, eru einhverjir sem eru eða hafa verið skiptinemar hér og endilega ENDILEGA segja mér hvert þið fóruð og hvernig var! Ég er það óheppin að þekkja engan sem hefur upplifað slíkt.
Takk!
-If olive oil is made out of olives and corn oil is made out of corn then baby oil is made out of….OMG!