Ég fór þann 15.júní-29.júní til Mallorca á stað sem heitir C'an Picafort sem er norðanmegin í landinu, rétt hjá stað sem heitir Alcúdía. Ég gisti á íbúðarhóteli (fór með fjölskyldunni) sem heitir Viva Mallorca, besta hótel sem ég hef komið á, skemmtanir öll kvöld , fyrst fyrir börn síðan fullorðna, á daginn var skemmtidagskrá fyrir alla, t.d. vatnsleikfimi, vantsblak, vatnskörfubolti, köfun og margt margt fleira.
Einnig var kaffihús sem byrjaði klukkan 4 og Bingó sem byrjaði á sama tíma, og stóð kaffihúsið til 6. Þeir sem stjórnuðu öllu þessu voru krakkar á aldrinum 19-23 ára, mest allt Svíar og stóðu þau sig mjög vel… einnig vil ég nefna að þau stjórnuðu einnig skemmtidagskránni á kvöldin.
Hótelið er bara 200 metra frá ströndinni, svo að það var stutt að fara niður á strönd til að sóla sig, en það nægði alveg að vera úti á sundlaugarbakka, nóg af bekkjum fyrir alla og risastór sundlaug =)
Þrátt fyrir smæð þessa staðar, þá var alveg eitthvað af verslunum þarna sem var hægt að versla í og nóg af góðum veitingastöðum, sem þar má nefna, China Town, besti kínamatur sem ég hef smakkað þar…
Síðan má líka nefna að þetta er einn af heitustu stöðum á Mallorca… frekar heitasti að ég held, en æðislegur staður og mæli ég eindregið með þessum stað og hóteli fyrir hvern sem er sem ætlar að skella sér til Mallorca ;)