Ég býst við því að þetta sumar eigi eftir að vera svosem ágætt fyrir suma.
Það hefur verið mjög gott veður undanfarið þegar að sólin skín og hefur það gerst nokkuð undanfarið að maður vaknar og sólin skín.
Í sumar verður samt ekki farið út í lönd. Ég ætla að ferðast um landið með fjölskyldunni og hafa það mjög nice.
Ég hefði samt ekkert á móti því að fara kannski til Spánar eða Frakklands, svo ekki sé nefnd verslunarferð yfir eina helgi í London!
En það kostar allt peninga :)
Auðvitað kosta öll ferðalög peninga svo sem.
En í sumar, eins og ég sagði áðan, þá fer ég með fjölskyldunni um landið. Þá verðu byrjað á því að keyra austfirðina, kannski ekki neitt svakalega spennandi en ætli það sé ekki eitthvað merkilegt að sjá á leiðinni, svo er íslensk náttúra alveg gífurlega falleg að mínu mati!
En svo verður bara haldið áfram um landið og skoðað allt það helsta :)
Endað svo í sumarbústað og verið þar í einhverja viku. Svo kemur maður bara heim um verslunarhelgina og ekur á móti allri umferðinni :P haha….
En mig langar aðeins að vita planið hjá öðrum :) koma kannski með einhverjar hugmyndir sem hægt er að gera þarna á austfjörðunum…
Takk fyrir mig.