Jæja folks, ég er búin að vera að spá í því að fara í ferðalag eða flytja út, í mörg ár en aldrei látið verða að því. Alltaf eitthvað, klára skólann, vinna lengur og eitthvað kjaftæði. Nú er það svo komið þannig að ég er komin í háskólann í fag sem á bara hreint ekki við mig, og ferðahugurinn er að drepa mig þessa stundina, á eignlega að vera að læra undir próf núna en…. þá kemur vandinn. Kærasti minn er ekki alveg eins ferðaglaður en ég geri mitt besta til að sannfæra hann. Held þ.a.l. að ég mundi velja eitthvað eitthvað af háþróaðri ríkjunum til að fara til svo að hann verði ekki fyrir of miklu sjokki og bara neiti að fara yfir höfuð, því helst langar mig að fara til Afríku. Ég er svona að tala hann til og það gengur svona la la. Hvert haldið þið að það væri best að fara með svona mann til að kveikja í ferðalönguninni. Hvað hafa svona ferðalög kostað ykkur og hvað ber að varast. Ég veit að ég spyr að ótrúlega miklu en ef e-r getur bara sagt hvað hann gerði eða hefur skoðun á þessu þá endilega bring it all! Það má kannski fylgja að við erum 22 og 25 og bæði búin með stúdent og komin í háskóla sem við erum með leið á.
Með von um svö