já ég get alveg verið sammála ykkur! ég fór til krítar síðustu páska í skólaferðalagi(3.bekkur VMA) og það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni. vorum á hóteli sem heitir schala rétt fyrir borgina chania en íbúar hennar eru um 60 þús. Fórum þangað oft á þessum tveimur vikum í verslunarleiðangra þangað og ég get sagt ykkur það að þetta er rosalega falleg borg og miðbærinn sérstaklega. Við leigðum okkur vespur sem kostaði lítið og keyrðum um útum allt, það var geðveikt. Svo fórum við til Aþenuborgar með skemmtiferðarskipi og vorum það einn dag bara að flækjast. Fólkið þarna er flest allt mjög vinalegt en alltaf er eitthvað af fólki sem er það ekki eins og allstaðar. Vorum reyndar ekki heppinn með veður því það var lítil sól allan tímann en ekkert kalt samt. Mæli eindregið með því að þú farir þangað einhverntímann.