Góðan daginn ferðalangar.
Ég er eftir viku að fara til USA í 5 vikna road trip og langar mig að segja frá því lítillega núna undirbúningnum. Svo skal ég ef einhverjir vilja koma með ferðasöguna, bara svona til að lífga uppá áhugamálið.
Við erum að fara fjögur, allir æskuvinir og hefur langað lengi að fara til USA. Flogið er til Baltimore, þaðan er tekið lest strax til New York sem við ætlum að vera í fimm daga, og svo á sunnudaginn eftir viku þá tökum við bílinn á Manhattan.
Bíll frá Avis í 4 vikur kostar samtals kr. 123000 plús young driver´s fee sem er 10 dollarar á dag. Þannig að alls er þetta eitthvað um 35 þús á mann fyrir bílinn, fyrir utan bensín auðvitað. Við fáum einhvern Oldsmobile helvíti flottur. Flugfarið kostaði 50 þús áttum að fá það á 30 þús en varð eitthvað klikk með pöntunina, við ætluðum að kaupa jólatilboð flugleiða. En gekk ekki 20 þús farinn í ekkert.
Ok í bandaríkjunum ætlum við að keyra einhvern hring, ekki alveg ákveðið hvort verður farið á vestuströndina því það tekur um það bil 60 tíma að keyra frá NY til LA. En allavega verður tekinn góður rúntur um USA og skoðað allan fjandann. Svo er stefnan tekin um páskana á Florida og kíkja aðeins á Spring break. Það held ég verði bara gaman. En allavega förum mán 15 mars og komum aftur 18 apríl.

Endilega segið frá einhverju svona ef þið hafið farið í einhverja heimsreisu. Reynum að ná þessu áhugamáli upp
Takk chinom