Jæja, í Ágúst er loksins komið að því. Ég mun fara til Kína ásamt bróður mínum og mömmu minni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að fara enda elska ég kínverskan mat og austurlendinga.

Ég bjó í Japan og hef farið í ferðalög til Taílands og Balí. Kína er toppurinn.

Við ætluðum upphaflega að fara þangað í fyrra (Hong Kong og Peking) en þá kom þessi helvítis bráðalungnabóla. Ég trúði því ekki að þetta skuli einmitt gerast þegar ég ætlaði að fara!!!

Ég fór til Balí í staðinn og þar var hálftómt vegna Al Kaída og SARS, en samt gaman. Maturinn valdi þó nokkrum vonbrigðum.

Hverju mæliði með að ég ætti að gera í Kína og hvert ætti að fara?