Á þessu ári fór ég, fjölskyldan mín og amma og afi í ferð til Svíþjóðar en vorum mest á eyju ekki svo langt frá Svíþjóð sem heitir Gotland! Við fengum notalegan bústað þar að láni! Ég hef búið í 8 ár í Svíþjóð svo að við hittum marga vini og munningja í ferðini

Við lögðum snemma af stað þann 8. júni og vorum komin til Svíþjóðar um 11 eða 12! Við keyrðum að einhverri höfn þar sem við tókum bát til Gotlands. Siglingin tók u.þ.b. 3 tíma. Húsið sem við vorum í var notalegur bústaður með sjónvarp og öllu svoleiðis. Líka var þægilegt að við vorum ekki nema c.a. 50 frá sjónum. Við nutum ferðarinnar vel og spiluðum borð-tenni, badminton o.fl. Þegar 5 dagar voru liðnir þá fórum við aftur til Svíþjóðar og hittum kunningja og vini. Sjálfur svaf ég hjá vini mínum Christian og við brölluðum margt saman, svo sem að spila mini-golf o.fl. Við fórum síðan heim 13. júni eftir frábæra ferð!!!!