Sko, nú er ég búin að segja næstum öllum sem ég þekki að ég sé að fara til karabískrar eyju. Við tvö erum að reyna að panta ódýrt á netinu, en það er ekki að ganga!!! Það er ódýrt gegnum expedia, við vorum að hafa nokkrum sinnum fyrir því að skrá upplýsingar inn en svo vilja þeir bara senda farmiða um Bandaríkin og United Kingdom, en ekki annað!!!! Ef við gerum þetta öðruvísi en gegnum netið er þetta helmingi dýrara!
Hann kærasti minn á ferðapunkta til millilendingarinnar en svo myndi það aðeins kosta 60000 á mann ef okkur tækist að ferðast með netinu…en þvílík vonbrigði! Ég vil fara til framandi EYJU!!!!!!!!!!! Ég er að brjálast af stressi, búin að hlakka svo til!!!!! svo bara vonbrigði? Ég skal fara til fjarlægra staða!!!!