Mig langar að segja ykkur frá ferðalagi sem ég fór í. Fyrir 2 árum var ég á ítlaiu í 6mánuði bara svona til að skoða heiminn og borða mig veika af pzzum, pasta og ís og hafa gaman af því í leiðini. Eftir að ég kom heim fékk ég mikin á huga á ítalíu og öllu sem því tengdist, sögu, menningu og málinu. Þar sem ég hafði ekkert verið neitt ofsalega dugleg við að læra málið, reyndar lagði ég mig ekkert fram við það (ég veit, ég veit ekki sniðugt) en aðsjálfsögðu lærði ég heilan helling bara var ekki altalandi. Allavegana, þegar ég kom heim fór ég í kvöldskóla að læra ítölsku og lærði þessa grunnmálfræði og það var ótrúlegt hvað ég lærði mikið. Þið skulið aldrey vanmeta mátt málfræðinar við tungumálakennslu alveg sama hvað hún er leiðinleg. 10 kvöld á 10 vikum gerir voða litið svo ég ákvað að fara aftur og fara í skola. Það eru bara 2 háskólar fyrir útlendinga á ítaliu, einn í Siena og annar í Perugia. Ég fór til Perugia. Þetta var allveg frábær skóli og ekkert út á hann að setja mjög góð 3mánaðar námskeið og svo styttri og lengri. málið er bara málaskólar. T.d í Perugia búa 150.000 mans og þar af 60.000 studentar og af þeim 30-40.000 útlendingar. ekki mikið töluð ítlaska í frítímanum :)allt er ofsalega alþjóðlegt og dýrt eins og gefur að skilja. Mig langar að gefa ykkur ráð sem hugið á málanám í útlöndum. farið í skólan og ekkki gleyma að læra, en þegar skólin er búin skulið þið ef þið hafið tíma og getu skulið þið fara inn í menninguna finna ykkur vinnu eða heimsækja fólk eða bara eithvað, sökva ykkur inn í landið og nota það sem þið hafið lært, ekki koma heim og lifa á djammsögunum, nema það hafi verið tilgangurinn. KLassisk mistök sem við gerum eflaust flest :(