Þetta er meira fyrirspurn heldur en grein, en þannig er mál með vexti að ég er nýkominn til landsins eftir rúmar tvær vikur í Japan. Þar hitti ég stelpu (sem ég var búinn að vera í sambandi við lengi yfir netið) sem er að klára nám sitt þar (í Osaka) í september, en hún hefur mikinn áhuga á að komast til Íslands sem au-pair. Ég hef aðeins verið að skoða þennan au-pair heim hérna á Íslandi, en það virðist ekki vera úr miklu að moða. Hún vil vera hérna frá miðjum október til miðs febrúar, hvaða möguleika höfum við? Ber árangur að auglýsa eftir au-pair fjölskyldu í blöðunum? Ég hef haft samband við Vistaskipti og Nám og er að bíða eftir frekari upplýsingum frá þeim. AFS hafði ekkert handa okkur, benti mér aðeins á Vistaskipti og Nám. Er enn að bíða eftir svari frá AUS, en býst svosem ekki við miklu. Hvað er til ráða? Allar upplýsingar vel þegnar!!!