Eins og nafnið á greininni segir til þá mun ég neyðast til að vera hér á landi í sumar. Ekki að það sé neitt HRÆÐILEGT en ég er bara svo vanur að fara út á sumrin. Ég held að ég hafi farið næstum hvert sumar frá fæðingu. Foreldrar mínir eru nebbla ekki saman lengur svo það hefur verið svona til skiptis, fer með pabba eitt sumarið og svo með mömmu næsta. Þetta sumar er komið að mömmu í röðinni en hún er bara í barneignarfríi svo hún fer nú ekki langt held ég.
Það er bara að vona að pabbi ákveði skyndilega að fara út því mér finnst svo ÓGEÐSLEGA gaman að fara til útlanda.

kv.
Gvendu