Vinahópurinn lagði til að allir myndi skella sér saman á sólarströnd í sumar og þræða skemmtistaði bla bla bla. Fyrir skólafólk er nú grátlegt að reyna að skella sér eitthvað svona ekki bara að þetta kosti morð fjár heldur einnig vinnutap á háanna vinnutíma. Ákvað að leggja það fyrir hópinn að skella sér frekar á alvöru fyllerí á oktoberfest í þýskalandi og þá kom bara ein borg til greina, Munich. Þetta var ákveðið í enda nóvember og mér brá heldur betur í brún þegar ég ætlaði að panta hótelgistingu og nánast hlegið að mér! Mér tilkynnt að það væri eins og að finna nál í heystakki að fá gistingu fyrir þessar 2 vikur sem þetta stendur yfir. En það hafðist og það þarf að borga gistinguna um miðjan febrúar!!! Fljúgum með Iceland Express út til london og þaðan með lággjalda flugfélagi til nágrannaborgar Munich. Kostar 56 þús kall gisting og flug og ég er skiljanlega í skýjunum með það. Þetta er dæmi um hvað það getur borgað sig að skipuleggja hlutina með góðum fyrirvara…