Ég hef aldrei áður farið á þetta áhugamál, en ákvað að kíkja svona aðeins á það…
Þá sá ég alveg fullt af SKÁTAGREINUM á þessu áhugamál!! Reyndar las ég þær ekki, en sá bara fyrirsagnir eins og t.d. þessar: Landsmót Skáta 2002, hal-Skátar- River Rafting, -SKÁTAR- Þrymsútilega, -SKÁTAR- Hike dauðans, -SKÁTAR- Munur á félögum, Skátaannáll 1912 - 1972, Upphaf skátahreyfingarinnar, Upphaf skátahreyfingarinnar á Íslandi, Skátafélagið Skjöldungar - Sagan, Skátamót í Slóveníu 2002, -SKÁTAR- Íshæk 2002, -Skátar- Fjáraflannir, -=Skátar=- Thailandsfarar á Jamboree 2002-2003 (samtals 13 greinar)…

Ég bara what? Er ég stödd á einhverju skáta-áhugamáli? Nei ég var ekki stödd þar, það stóð greinilega ferðalög!!
En afhverju er skrifað svona mikið af skátagreinum þá?
Ég hélt að þetta væri svona áhugamál sem maður væri að segja svona frá haha ég var í Flórída haha eða eitthvað þannig!! ;)

Allavegana, þá hef ég ekki beint ferðast mikið um heiminn/Evrópu en ég hef oft farið í flugvél..
Nefninlega á ég agnarögn af fjölskyldu sem býr í Danmerku og á hverju sumri fer ég þangað að heimsækja þau.. Sem sagt hef ég farið til þriggja landa: Danmerkur, Svíþjóðar (þá fór ég og fjölskyldan mín með skipi frá Danmerku til Svíþjóðar) og svo Tyrklands (við flugum frá Danmerku). Mér finnst alltaf gaman að koma til Danmerku því að það er eins og að eiga annað heimili í útlöndum.
Þegar ég fór til Tyrklands var ég sjö ára, eða það minnir mig. Þar var alveg rosalega gaman þar.. Ég man t.d. eftir því að það var einhver maður sem átti svona veitinga-samlokustað (veit ekki alveg hvað ég á að kalla þetta). En já, hann bauð mömmu og pabba einhverja úlfalda (man ekki hvað marga) í staðinn fyrir mig. Ég þótti sem sagt alveg rosalega falleg því ég var með ljóst hár… Reyndar var ég eiginlega með hvítt hár (það virkaði þannig því að þá var ég svo brún) og svo að auki skakkar tennur!! Undarlegir þessi Tyrkir!!

Mig langar mest að fara til Egyptalands, Grikklands og Ítalíu (Rómar og Flórens (kann ekki að skrifa það) !!)

*TAKK FYRIR*