Fyrir þá sem ekki hafa prófað að fara í bakpokaferðalag og notast við interrail dæmið þá mæli ég eindregið með því,best er að hita sig upp og fara einn í stutta ferð og taka svo með trompi árið eftir.Í mínu Tilviki byrjaði ág að læra inná Lestirnar í þýskalandi 1998 og brölti hingað og þangað um þýskaland með bakpokann bítandi í axlirnar eftir suma göngutúrana eftir lausu herbergi og þess háttar.Að læra inná lestirnar og allt sem interraili fylgir er bara gaman,Maður lærir um sjálfan sig og kynnist nýju fólki á ótrúlegustu stöðum:)
Árið eftir fór ég frá þýskalandi til ítalíu,þaðan til Eyjarinnar corfu(Grikkland) og aftur yfir til ítalíu,Kíkti til Sikileyjar,þaðan upp ítalíu,til Sviss,Brölti til Frakklands og til þýskalands áður en ég flaug heim.Ferðin tók Mánuð og tíu daga.
Lenti í Lestarverkfalli á ítalíu,Djammi á Corfu sem var geggjað(á Pink Palace) Lenti í klikkuðum Araba í Napóli,Horfði á handtöku meintra mafíósa þegar ég var á Palermo í Sikiley(Sem var eins og að horfa á Bíómynd),Frakka sem hélt ég væri þjóðverji og reyndi að rífast við mig að ég væri í raun frá þýskalandi(Hann vildi hafa rétt fyrir sér Greyjið),Var inná lestarstöð í Köln þegar rörasprengju var hent inní klefa á lest og öllu lokað og löggan mætti og leitaði og grúskaði,Bílsprengja í róm(heyrði í henni)Ég Kynntist mörgum skemmtilegum karakterum á djamminu í hinum ýmsu löndum og mæli ég með þessu,því ,maður kemur til baka með helling af skemmtilegum minningum og myndum í albúmin til að sýna liðinu heima.Maður Villist,missir af lestum en sem betur fer hef ég sloppið við þann pakka að vera rændur en í Napóli slapp ég með skrekkinn,þangað mæli ég ekki með að taka lestar að kvöldi til eheem….en mér datt bara sona í hug að tala um þetta og deila þessu með ykkur.
Kveðja - Marcinko