Núna ætla ég að fjalla aðeins um fjáraflannir hjá skátunum.

Um þessa helgi var dróttskátasveitin mín, DS Fenris, með
sölubás í kolaportinu. Við vorum bara að selja svona
kompudót til að komast á dróttskátamótið sem verður á
snæfellsnesi.

Nú básinn kostaði 3800 kr á dag, sem er ekkert allt of dýrt.
okkur gekk mjög illa og komum út með 2500 krónur á mann,
sem er nottla eiginlega ekki neitt, alla vega miðað við að hafa
eytt allri helginni í að selja.

Þetta er því eitthvað sem ég mæli skátasveitum að gera EKKI.

Þá er það spurningin. Hvað getur maður gert til fjáröflunnar?

Hérna koma nokkrar hugmyndir:

Mandarínusala: Gengur ágætlega svona fyrir jólin, en er
kannski hentugast fyrir stóra hópa, því þá fáið þið meiri afslátt.

Kleinusala: Voða svipað og mandarínusalan, nema að vissu
leyti auðeldara að selja því að þetta er miklu minna magn.

Klósettpappírsala: getur verið góður peningur. öðruvísi
heldur en hinar sölurnar þar sem að það fer eftir hvað skátinn
selur mikið persónulega hvað hann fær. Mandarínu og
kleinusalan er yfirleitt þannig að gróðinn skiptist yfir alla. fólk
getur verið í áskrift, fengið x magn af klósettpappír
mánaðarlega => regluleg innkoma

Endilega komið með fleiri hugmyndir.

Ráð sem að virkaði hjá mér. klæðið ykkur í furðuleg föt og
veriði smá persónuleikar. Við sultuðum ég og vinkona mín og
svo gengum við í hús og seldum sutlukrukkur sem voru
skreyttar. Við vorum með svuntur og skuplur og með allan
varninginn í hjólbörum. Svínvirkaði, fólk keypti bara af okkur af
því að við vorum virkilega skondnar.


Allaveganna, var bara svona aðeins að nefna algengustu
dæmin af fjáröflunum, og ég vil endilega fá fleiri hugmyndir af
því að ég er að verða uppiskroppa með mínar.