Ég fór til Færeyja á fimmtudegi 25. júlí frá Seyðisfirði með Norrænu. Fékk mér svefnpokapláss, þó ég væri ekki með svefnpoka, á efstu hæð í káetu með Tékkum sem höfðu verið á tveggja/þriggja vikna hringsóli um Ísland. Ég hent töskunni þarna upp og fór svo niður og settist út og sat þar meðan síðustu farþegarnir voru að koma sér um borð, í þann mund sem skipið sleppir landfestum fer ég inn á Kaffiteríuna, þar rek ég augun í Moggann opinn á borði og glugga svona rétt í hann. Þegar eigandinn, sem við köllum Steinar, kemur tökum við tal saman, í ljós kemur að við eigum nokkra sameiginlega kunningja, við hefjum bjór smökkun, fyrst mjög dannaða og civilízeraða, svo kemur þar sögu að ykkar einlægur á erindi sem ekki verður afgreitt á almenningsfæri. á leiðinni þangað sem erindið verður afgreitt mæti ég Halldóri Blöndal sem ég heilsa og hann spyr hvert ég er að fara, ég segi það og hann segir “nei það máttu ekki” ég undrast þessa afskiptasemi og spyr hversvegna ekki, HBlö segir “nú ég er að fara þangað”. Nú þegar ég sný aftur þá situr HBlö með Steinari og skrifar, ég skipti mér ekkert að því og ræði við Steinar, en HBlö er að skrifa ræðu og spyr okkur um hitt og þetta sem við höfum ekki hugmynd um, svo kveður hann og við Steinar höldum smökkununni áfram, ánægðir með að verða kenndir á sjó þar sem menn átti sig ekki almennt á því hverjir séu fullir og hverjir ekki, því allir eigi jafn erfitt með að ganga eðlilega, við rokna kátir með uppgötvunina, en samt hreyfðist skipið ekki að ráði, þó sumir hafi orðið sjóveikir.

Svo föttum við að það sé kannski betra að drekka á barnum en á Kaffi teríunni, og við Steinar þangað, það þarf ekki að spyrja að því að um leið og við stígum inn á barinn þá er hrópað á mig “Jogvan, á ekki að heilsa manni” ég lít við og þá sitja þar í horninu HBlö og frú ásamt einhverjum öðrum mönnum, við Steinar erum kurteisir þrátt fyrir allt og allt og heilsum þeim og kinkum kolli til mannanna, förum svo á barinn og pöntum bjór, gengilbeinan á barnum spyr “hvað þekkið þið Kapteininn?” við alveg furðu lostnir, “nei Kafteininn hver er það eiginlega”, “Nú þið voruð að tala við hann, Kapteinninn situr þarna í horninu” “hvað er að þér stúlka þetta er ekkert kafteinninn, þetta er bara Halldór Blöndal” “Og hver er það?” spyr hún, “Halldór, hann er forseti í Alþingis á Íslandi” Og henni fannst eitthvað til þess koma.


Nema svo heldur gleðskapurinn hjá okkur Steinari áfram og minnið er ekki alveg jafn gott alltaf, nema við förum í fríhöfnina og kaupum skammtinn okkar, og á Viking Clubinn og svo rankar maður við sér og ætlar að undir búa komu sína til Færeyja, gott ef ég sá ekki til lands í Færeyjum, ég í káetuna mína og ætla mér að kippa niður töskunni minni sem var í efstu koju. Það er svona málmstigi sem er færanlegur þannig að hægt er að skella honum á þá koju sem viðkomandi á erindi í, ég ætla að gera svoleiðis en stilli stigann rangt af og hryn niður þegar ég er kominn langleiðina upp, einhver vaknar í klefanum og kveikir ljósið ég ber fingurinn upp að vörunum til merkis um að ekkert sé að og viðkomandi eigi bara að hafa hljótt um sig.


Nú svo vakna ég og lít á klukkuna 08:54, Nei hugsaði ég, þá er klukkan 09:54 í Færeyjum og við eigum að koma til Færeyja kl. 06:00 að Færeyskri tíð. maður hefur heyrt um seinkun á ferjunni en þetta er svolítið mikið, ég niður á veitingastaðinn og vind mér að næsta manni og spyr hvenær komum við til Færeyja, hvat svarar hann nær sleppa vit til Føroya, - tað blír mánadagin om femtíðin, - nei þú misskilur, tað er fríggjardagur í dag og vit skulum beinavegin til Føroya“ en kappinn sem ég er að spjalla við segir blá kalt upp í opið geðið á mér, vit koma til Føroya á mánadagin om femtíðin nú sigla vit til Danmarkar, Félaginn hafði þá sofið af sér Færeyjar. nú ég var sendur beint upp í brú til að ræða við kapteininn um nafn og þess háttar fyrir tryggingar, þar fékk ég að hringja til Færeyja til að tilkynna að ég væri á lífi, til Jógvans í Skopun og sagði honum að ég gæti eiginlega ekki heimsótt hann þann daginn úr því að ég væri enn um borð í Norrænu, vitanlega skildi hann fátt í því að ég væri í raun á leið til Færeyja þó ég hefði siglt úr Þórshöfn tveimur tímum fyrr. Mér er sagt að ég eigi að gefa mig fram við þjónustu borðið, og ég fer beint þangað, og þá dettur mér það snjallræði í hug að spyrja hvenær við komum til Danmerkur, ég fæ gott svar við þeirri spurningu 17/18 á laugardegi, og þá spyr ég er eitthvað flogið frá Billund eða Köben, þennan samalaugardag eða sunnudag, því hátíðin hefjist formlega kl. 14:00 á sunnudeginum 28. júlí.


Jú það er eitt flug frá Blllund þarna um laugardagskvöldið en þó að ég tæki fyrstulest og rútu o.s.f.r.v. þá missi ég af því flugi með 15 mínútum. En Köben, en Köben er eitthvað flug frá Köben, og ég varð bókaður í flug frá Köben kl. 8:55 á sunnudagsmorgun. Nú þá var að ná sér í símanúmer hjá félögum mínum í Danmörku, frá því að ég hjólaði á Sjálandi. Hringdi heim úr tíkalla símanum um borð og fékk nokkur númer.


Þá fór ég að spjalla við þessa Tékka sem hafði ekki dottið í hug að vekja mig þarna þegar ég var loksins sofnaður, því hvaða áhuga höfðu þau á Færeyjum, eða þá að vekja tröllið mig. Nema hvað svo eru þeir, Tékkarnir þetta líka indælisfólk sem höfðu verið á tveggja vikna ferð um Ísland, og við spjöllum saman á siglingunni suður til Danmerkur. Þeir kenna mér, af öllum mönnum, söng sem ég kyrja með þeim og spyr svo um þýðinguna, þá er inntak viðlagsins á þessa leið: ”drekktu vatn, drekktu drekktu vatn, drekktu vatn, drekktu ekki romm", ég skildi lítið í því að þau væru að kenna mér svona söng :)


Nema svo þegar við nálgumst höfnina í Hanstholm, þá segja tékkarnir að þeir hafi ekið um landið í rútu og þar sé laust pláss ef ég vilji slást í för með þeim þá yrði það ekkert mál og mér að kostnaðarlausu. Þetta var tilboð sem ég gat ekki hafnað nema bara vegna þess að ég hafði vegabréfið ekki meðferðis. Jæja ég kveð tékkana og áhöfn Norrænu er glöð að sjá að ég komist klakklaust í land. Ég fer með rútunni til Álaborgar og er þá hringjandi í mína dönsku vini sem gengur svona og svona, nema hvað ég ráðgeri að stoppa í Árósum og kíkja í heimsókn til tveggja, hugsanlega þriggja vinkvenna. minna. Á brautarstöðinni í Álaborg stend ég eins og álfur út úr hól. og kann ekkert á sjálfsalana, og bið um hjálp hjá nær staddri snót en í ljós kemur að hún er Færeysk og að samaskapi nýkomin til Danmerkur og kann ekkert á sjálfsalann heldur. en hún spyr mig hvert ég sé að fara, á Kastrup með smá viðkomu í Árósum, ég þarf að ná flugi frá Kastrup kl. 9 í fyrra málið. Hvert ætlar þú þaðan. Nú rakleitt til Færeyja segi ég. Bíddu við varst þú ekki í ferjunni með mér jú, og ert að koma frá Færeyjum og ætlar strax aftur þangað. Hún hló nokkuð af gáfulegri ferð minni.


Svo spjölluðum við í lestinni, og ég stoppaði í Árósum fékk mér að borða með félögum mínum frá Helsingjaeyri og hélt áfram, sá Mið-Jótland og Fjón í myrkri, [Ég sá skilti sem ástóð; Odense, þannig að ég hef verið í þessari dönskustu borg allra danskraborga], sem var mjög gott því ég hafði ekki farið út fyrir Sjáland áður. Svo slapp ég um borð í flugvélina á réttum tíma og flugið gekk vel og svo voru það Færeyjar, þegar ég var kominn tilkynnti ég það hlut aðeigandi aðilum, Jógvani og Ingu sem var kærasta Jógvans sumarið '99 þegar ég dvaldi þar, því Inga leyfði mér að vera hjá sér. Og svo hringdi ég í Hönnu sem var líka í skólanum á Helsingjaeyri, hún svaf en faðir hennar sagði að ég væri velkominn, þegar ég spurði hvort ég mætti ekki fá mér kaffi hjá þeim. hann hélt það og skemmti sér mikið yfir svaðilför minni. svo þegar ég nálgaðist Þórshöfn hringdi Hanna sjálf í mig og sagði að það gengi tæpast upp, því hún yrði ekki heima. Guð veit hvað henni gekk til, e.t.v. hefur hún ekki viljað sjá svona ferðalang þegar hún væri að dressa sig upp í hátíðar gírinn?. Nema hvað að ég var kominn til Þórshafnar kl 13:00 á sunnudegi og fór strax í sturtu hjá Ingu en hún var búin að fá sér nýjan Jógvan sem kærasta. Svo átt ég líka þessa æðislegu Ólafsvöku - sem kanski verður vikið að seinna.