Við ákváðum, þrír vinirnir, að skella okkur í hike yfir svosem eins og eina helgi.
Við vorum allir með bakpoka sem vógu um 20kg hver.
Planið var að ganga frá Keflavík upp í Heiðaból (skátaskála við Snorrastaðatjarnir) og gista þar. Ganga síðan þaðan upp að Fagradalsfjalli og gista þar. Síðan ætluðum við að ganga frá Fagradalsfjalli upp í Bláa Lón… gista þar, og síðasta daginn ætluðum við svo að labba aftur heim í Keflavík.
En…

Fyrsti dagurinn var geðveikur. Massa fínt veður og allir í stuði. Gönguleiðin var auðveld, mest allt vegir, og stutt. Við vorum fljótlega komnir upp í Snorrastaðatjarnir. Úr því að veðrið var svona gott ákváðum við að sofa úti og búa okkur til hengirúm.
Við löbbuðum því um einn km til að ná í trönur í hengirúmið. Ég aumingjaðist til að missa fótana og fá svosem eins og eina trönu í löppina.
Nokkru seinna var hengirúmið loks komið upp. Einn okkar hafði komið með net og bönd sem við notuðum.
Við kveiktum varðeld úr restinni af trönunum, greinum og smávegis af ‘sörvæval-pappír’ (klósettpappír) og EINNI eldspýtu. Við grilluðum pylsur og héldum eldinum lifandi þar til við fórum að sofa, um tólfleitið.
Við vöknuðum svo klukkan sex næsta morgun (takk kærlega) og vorum komnir af stað klukkan níu. Þá byrjaði að rigna. Og það stytti ekki upp fyrr en tveim dögum eftir að við komum heim.
Við gengum sem leið lá upp að Fagradalsfjalli (eitthvað um 12-13km minnir mig, í hraunógeði mestalla leiðina) og vorum komnir þangað klukkan þrjú, allir gegnblautir og þreyttir.
Við hentum upp tjaldi sem ég kom með (sex kílóa, ógeðs-kúlutjald, eina sem við gátum fengið, svo það varð að duga), nema nú var lognið komið af stað og fór heldur hratt yfir. Rok.
Þegar tjaldið var loks komið upp (í halla, btw) hentum við farangrinum inn og okkur sjálfum eftir. Fyrsta verk okkar var að skipta um föt. Öll föt. Svo renndum við tveim svefnpokum saman og skriðum oní þá (uppá hitann). Enginn nennti að elda á prímus í þessari rigningu svo við lögðum okkur bara… í nokkra klukkutíma.

Það skemmtilega við svona kúlutjöld er það að þau fjúka aldrei. Þau bara leggjast saman í roki. Og það var einmitt það sem gerðist og þessvegna var farið að rigna óþyrmilega inn í tjaldið. Og ekki nóg með það, heldur höfðum við tjaldað í smá halla (ekki um neitt annað að velja) og tjaldið var farið að renna til smátt og smátt inni í himninum, svo tjaldið var allt rammskakkt.

Á endanum gáfumst við upp á að vera þarna, enda kominn myndarlegur POLLUR í tjaldið. Við pökkuðum saman, drifum okkur í þurra rigningargalla og út. Við þetta urðu öll þurru fötin sem við fórum í blaut. Við böggluðum tjaldinu í tjaldpokann og himninum í bakpokann minn.
Síðan lögðum við af stað upp í Bláa Lón.
Þetta þíddi að við vorum að labba um 25km á einum degi, í hraunógeði, með bakpokana sem voru miklu þyngri útaf bleytu en þegar við lögðum af stað.
Við gátum voða lítið hvílt okkur á leiðinni í Bláa Lónið og þurftum að fara hratt yfir til að komast þangað fyrir myrkur.
Reyndar var orðið nokkuð dimmt þegar við komum upp í Bláa Lón um klukkan 1 um nóttina (búnir að labba síðan klukkan 9 um kvöldið).

Þegar við komum upp í Bláa Lón vorum við allir komnir með ógeð á þessu og ákváðum að láta sækja okkur í stað þess að tjalda rennandi blautu tjaldi, sofa í rennandi blautum svefnpokum og ganga svo aftur daginn eftir í rennandi blautum fötum.
Reyndar held ég að það gáfulegasta sem við gátum gert var að láta sækja okkur.

Við fundum Hótel Bláa Lón og fengum að standa í anddyrinu og láta leka af okkur. Ég hringdi í pabba sem var of þreyttur til að reiðast að ég skildi hringja klukkan hálf tvö um nóttina. Hann var svo kominn að ná í okkur um kortér í eitt. Þá lauk martröðinni.

Það var allt orðið blautt sem gat orðið blautt… allur farangur og öll föt.

Þetta var hina alræmdu verslunarmannahelgi þegar fólk flúði í hópum frá Vestmannaeyjum og fleiri stöðum.

Svona eftir á er bara gaman að þessu, og spurning hvert við förum næst.