Þrymsútilega til heiðurs Viggu (af því hún er að fara sem skiptinemi í heilt ár)
16. - 17. ágúst

Við í DS Fenris ákváðum að fara í smá útilegu áður en hún Vigga okkar færi til Deuchland. Við lögðum af stað; ég, Vigga, Jói Monsoon, Bergdís, Unnsteinn hinn mikli, Gunnur og Gísli, Ágúst og Siggi Tommi. Við keyrðum upp í þrym og sungum hástöfum með Queen og fleiru. Þegar við komum í skálann sem er alveg æðislegur, byrjuðum við að hita hann upp. Það gekk svo sem ágætlega. Svo fórum við bara að spjalla og spila á gítar og seinna um kvöldið komu Hemmi og Kiddi í heimsókn og þá upphófst ekkert smá moment of truth, allir fengu að vita allt um alla. Bara stuð. Um nóttina ákváðu allir nema letihaugarnir ég og Bergdís að fara að sjá sólina setjast. Mér skilst að þau hafi farið í frisbee keppni. Svo komu þau aftur og vöktu mig bannsettir þrjótarnir. Þá ákáðu þau að fara og baða sig í einhverjum læk. Allaveganna, enginn svaf þessa nótt nema ég og Gunnur og Gísli. Eftir þetta keyrðum við í bæinn eftir að hafa farið í gamnislag. Fengum okkur samlokutilboð í Bitabæ og ég og Vigga fórum að skoða íbúðina hans Sigga Tomma. Svo fórum við heim og sváfum eitthvað svo að við gætum nú eitthvað vakið á Menningarnóttina.