Hugarar eru alltaf að segja að við skátarnir ættum bara að senda mikið af greinum um skátana og ég er að reyna gera þeim til hæfis.

Á sunnudaginn fór frekar stór hópur úr skátafélaginu Vífli í River Rafting niður Hvítá. Ferðin kostaði 6500 með rútu og var lagt af stað um 4 leytið.
Eftir rútukeirsluna komum við í hús Bátafólksins og fenguð þar flotgalla. Þeir voru allir rakir og ógeðslegir, en við fórum nú samt auðvita í þá og stígvélin sem við fengum einnig að láni. Þá tókum við aftur rútu að stað á ánni sem var frekar lygn. Þar var farið yfir helstu reglur og skipannir sem bátastjórar gæfu og svo var einfaldlega farið í bátana. við vorum 8-1ö saman í bát og fyrst þegar við fórum út á vatnið voru farnir nokkrir prufuhringir um ánna. Svo lögðum við á stað. Eniginn datt nú útbyrgðis á leiðinni niður, enda lítið um flúðir. Á leiðinni sungum við “row row row the boat” og smá samkeppni myndaðist milli hliða á bátnum um hver ræri hraðar.
Þegar niður ánna var komið og við komin á lyngt svæði var einn bátseðlimurinn látin standa á völtu stefninu og bátnum róið í hringi. Hann datt nú samt ekki fyrr en ég ýtti í hann árinni og hann missti við það jafnvægið. Þegar hann kom aftur upp í ákvað hann að hefna sín og hennti mér útí. Nú fóru allir að stökkva út í og það var nottla bara stuð.

Rennandi blaut skreiddumst við í land aftur og fórum í þurr föt.
Eftir allt volgsið ákvað stór hópur að fara á Amerikan Style og fá sér í svanginn.

Þetta væri mjög sniðugt fyrir hina ýmsu skátahópa að gera, þetta er að vísu dáldið dýrt, en aftur á móti mjög skemmtilegt.

Skátakveðjur,
Inga Auðbjörg Svanur/Vífill