Sæl öll

Ég er á leið til Bretlands í framhaldsnám í vetur. Til þess að komast þangað þarf ég að að sjálfsögðu flugmiða og hann get ég eingöngu keypt hjá Flugleiðum.

Tvö atriði valda því að hérumbil er ómögulegt fyrir mig að kaupa miða með núverandi fjárhagstöðu mína og auglýsi ég því hér með eftir lausu sæti í kajak!

Fyrra atriði:
Ekki er hægt að kaupa miða aðra leiðina nema á Saga Class. Þess vegna kaupir maður báðar leiðir og situr uppi með ónothæfan miða til baka. Þetta er ástæðan fyrir yfirbókunum af því þeir vita að fólk gerir þetta.

Seinna atriði:
Í síðustu viku fór ég að kanna verð og dagsetningar til að komast út. Hef því miður bara ekki efni á því í augnablikinu að kaupa. Ef ég hefði vitað hvað verðið myndi hækka hratt hefði ég lagt meira á mig til að bóka miða strax.
Flugið sem ég kannaði var út 2/10/2002 og heim 9/10/2002. Skólinn byrjar reyndar 2. en fyrir flug 30/9 og 1/10 var bara Saga Class í framboði. Ég hef kannað þetta flug ca. 5 sinnum síðan og finnst þetta bara ótrúlegt.

Dags – verð ca.
Mán 12/8 – 33.000
Fim 15/8 – 45.000
Mán 19/8 – 48.000
Fim 22/8 – 58.000!!!!!!

Gróflega er hækkunin 25.000 á 1 1/2 viku VVVÁÁÁ.

Fyrra og Seinna atriði skoðuð í samhengi:
Á þessum tíma eru allir Íslenskir námsmenn í Bretlandi að fara út og það er mikil eftirspurn. Margir þeirra eru bara að fara aðra leiðina en kaupa báðar leiðir. Það leiðir til þess að eftirspurnin virðist meiri en hún í rauninni er, sætaframboð minnkar hratt og sætin sem eftir eru verða dýrari.

Í fyrra fór ég út með Go-Fly. Keypti miða aðra leiðina og hann kostaði um 15.000kr. Þar að auki þurfti ég að borga fyrir samlokuna (200kr). Er nema von að maður spyrji hvert vandamálið sé.

Ég endurtek því ósk mína frá byrjun greinarinnar. Vantar pláss í gámi/árabát/togara eða einhverju til Bretlands í byrjun október.
Vinsamlegast hafið samband.

Kveðja

UlfYnja