Landsmót Skáta 2002 Jæja, vegna skorts á áhugamáli til að senda þetta inná, fer þetta bara hingað.

Landsmót skáta var haldið að Hömrum, Akureyri dagana 16.-23. júlí.
Var það með eindæmum glæsilegt í alla staði.
Ekki amalegt að tjalda svona úti í óspillti náttúrunni.
Ja, reyndar var lítið um óspillta náttúru þarna, þar sem búið var að hreinlega rústa svæðinu til að geta haldið mótið. Mótssvæðið skartaði tilbúnum tjörnum, tilbúnum hólum og grasi sem var svo glænýtt að það þurfti að dreyfa heyi um svæðið þegar gras fór að hverfa vegna ágangs.

Þó var gaman að vera þarna. Vatnasafaríið fullt af vatni (OMG) en ekki drullu en var kannski helst til kalt.

Þessi vika var nú ekki mikið frí fyrir mig, þar sem ég er flokksforingi yfir 4 strákum (drengjasveitin er ekkert sérlega stór í félaginu). Fórum við meðal annars í sólarhringshike og gengum eina 22 kílómetra í 20 stiga hita. Veit ekki betur en að við höfum verið einn af tveim flokkum til að klára hike-ið, einhverjir Færeyingar kláruðu líka.
Við gistum í skála sem ég man ekki hvað heitir, yfir eina nótt. Ja, reyndar ekki í skálanum, heldur fyrir utan hann.
Veðrið var *æðislegt*. Í dalnum var skýjað og kalt, en þar sem við vorum fyrir ofan skýin sátum við bara í miðnætursól og ágætis hita. Það var heiðskírt hjá okkur alla nóttina - þetta var GEÐVEIKT.
Hittum þarna þrjár stelpur úr Kópum :)

Þetta mót var í heildina mjög vel heppnað og mjög skemmtilegt og ég hlakka til að fara á næsta landsmót á Úlfljótsvatni.

Endilega verum dugleg að fylla korkinn af skátagreinum og endilega segið frá ykkar landsmótsupplifun :)

baul
Heiðabúum